fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Fókus

Fyndin og frekar hreinskilin lýsing á stjörnumerkjunum – KRABBINN

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 25. desember 2023 08:30

Mynd: Pixabay/Darkmoon_Art

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við á Fókus höfum áhuga á stjörnuspeki og þegar við rákumst á skemmtilega og frekar hreinskilna lýsingu á stjörnumerkjunum þá gátum við ekki annað en ráðist í að þýða og staðfæra. 

Krabbinn (21. júní– 22. júlí)

KRABBINN vill vita hvað er að gerast í lífi allra í vetrarbrautinni. Hins vegar hefur hann tihneigingu til að vita ekki hvað er að gerast í eigin lífi. Ef hann er heppinn munu vinir hans segja honum það.
Krabbinn klæðir sig bara þegar hann nauðsynlega þarf þess og fatastíl hans er best lýst með „óljós.“

Krabbinn er líklegri en önnur stjörnumerki (nema Fiskar sem strauja ekki) til að strauja fötin sín með því að setja þau á milli rúms og dýnu og sofa á þeim. Á sama hátt má nýta nærföt í heilan mánuð í einu. Heimili krabbans er eins og púba hans og hann getur haldið sig inni við marga mánuði í einu.

Þrátt fyrir að Krabbinn vilji bjarga öllum, þarf hann ekki á félagslegum samskiptum að halda. Víkingasveitin mætir reglulega á svæðið, þar sem hann heldur að Krabbanum sé haldið í gíslingu.
Krabbinn er eins og gangandi húsráðahandbók, tilbúinn með smákökuuppskriftir og ráð um hvernig þú átt að tala við börnin þín. Hvort sem hann veit það eða ekki, þá er Krabbinn fæddur til að sauma út. Talandi um að kaupa kók handa heiminum (auglýsingin þið munið!), Krabbinn myndi vera með hann allan á brjósti ef hann gæti.

Krabbinn mun aldrei komast á verðlaunapall í íþróttum vegna þess að hann þarf að hvíla sig í korter í hvert sinn sem hann andar. Honum er alveg sama um það, því hann ætlar að komast upp metorðastigann liggjandi í þægindum uppi í rúmi.
Krabbinn er heilsuhraustur og viðheldur hreystinni með reglubundinni neyslu á snakki og gosi. Að viðbættu góðu magni af súkkulaði og Panodil til að rugla reglubundin magasár sem Krabbinn þjáist af.
Fólk valtar oft yfir Krabbann. Eða ekki oft, heldur alltaf. Ef Krabbinn telur að einhver sé að fara illa með hann, þá hefur hann mjög líklega rétt fyrir sér. Það skemmtilega við það er að Krabbinn hefur gaman af því. Hann vill vera dyramotta.

Krabbinn notar eigin orð til að lýsa heimsspekilegum hugtökum. Guðni Th. er til dæmis krabbi.
Krabbinn hefur lítil áhrif á vini sína, þrátt fyrir að mæta með heimatilbúnar súpur til að ráða bót á minni sem stærri áföllum. En kraftur þeirra byggir á því að þeir vita hvað allir eru að hugsa, alltaf. Þess vegna er þeim aldrei boðið í partý.

Krabbinn segist alltaf vera með allt á hreinu, en í rauninni er hann hundlatur.
Krabbinn er alltaf settur í að koma drukkna, leiðinlega vininum heim. Sá vinur er oftast Fiskur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sjáðu sýningu Kendrick Lamar í hálfleik Ofurskálarinnar

Sjáðu sýningu Kendrick Lamar í hálfleik Ofurskálarinnar
Fókus
Í gær

Margrét varð á vegi svikakvenda í Flórída sem höfðu af henni mikið fé

Margrét varð á vegi svikakvenda í Flórída sem höfðu af henni mikið fé
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kolbrún Pálína – 10 leiðir til að krydda tilveruna

Kolbrún Pálína – 10 leiðir til að krydda tilveruna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslenska undankeppnin fyrir Eurovision hefst í kvöld

Íslenska undankeppnin fyrir Eurovision hefst í kvöld
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Feit vinkona mín byrjaði á Ozempic og getur ekki hætt að tala um það“

„Feit vinkona mín byrjaði á Ozempic og getur ekki hætt að tala um það“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Selma lagðist í sjálfsvinnu fyrir son sinn – „Var búin að takast á við áföllin og taka þau í sátt“

Selma lagðist í sjálfsvinnu fyrir son sinn – „Var búin að takast á við áföllin og taka þau í sátt“