fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Þau giftu sig árið 2023

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 24. desember 2023 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástin sveif yfir árinu 2023 og fjölmörg pör staðfestu ást sína með hjónabandi að ættingjum og vinum viðstöddum. 

Hér má sjá nokkur pör sem sögðu já og settu upp hringa á árinu og voru til umfjöllunar í fjölmiðlum landsins.

Kristín Sif og Stebbi Jak
Mynd: Mummi Lú

Útvarpskonan Kristín Sif Björgvinsdóttir og tónlistarmaðurinn Stefán Jakobsson gengu í það heilaga 23. september í Mývatnssveit. Stefán kom ástkæru eiginkonu sinni rækilega á óvart með því að syngja fyrir hana frumsamið lag í veislunni.„Það hefur enginn náð að koma mér svona á óvart áður. Hann Stebbi samdi lag fyrir mig og spilaði í brúðkaupinu okkar um helgina. Er algjörlega orðlaus! Bak í bak, hjarta í hjarta, ég elska þig,“ sagði Krístin.

Ólöf Erla Einarsdóttir, grafískur hönnuður og eigandi Svart, og Silli Geirdal, bassaleikari hljómsveitarinnar Dimmu, giftu sig 14. október. Þetta var í annað sinn sem hjónin giftu sig, því þau gerðu það í fyrra skiptið á gamlársdag 2021. „Við Silli ákváðum líka að gifta okkur með stuttum fyrirvara á gamlársdag. Við vorum búin að ákveða að gifta okkur og halda veislu 14. október 2023, Silli verður fimmtugur í apríl það ár og ég verð síðan fimmtug í apríl 2024. Það var alltaf planið og við ætlum að halda plani, en við ákváðum að gifta okkur á gamlársdag ef allt færi á versta veg. Það voru bara við hjónin, börnin okkar og vitni,“ sagði Ólöf Erla.

Markus og Katrín Edda
Mynd: Instagram

Katrín Edda Þorsteinsdóttir, verkfræðingur og Markus Wass­er­baech giftu sig í annað sinn 22. júlí. Hjónin eru búsett í Stuttgart í Þýskalandi ásamt dóttur sinni og giftu sig 21. janúar í fyrra við litla athöfn í ráðhúsinu þar þegar tíu manna samkomutakmarkanir voru í gangi vegna kórónuveiruheimsfaraldurs. Hjónin eiga eina dóttur.

Sísí Ingólfsdóttir listakona og Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, giftu sig 11. nóvember. Bjarni Sæmundsson leikari og athafnastjóri hjá Siðmennt gaf parið saman í Fríkirkjunni í Reykjavík. Sísí á fjögur börn frá fyrra sambandi og stjúpdóttur og Biggi á tvö börn úr fyrra sambandi.

 

Mynd: Instagram

Fann­ey Sandra Al­berts­dótt­ir, förðun­ar­fræðing­ur og einkaþjálf­ari, og Garðar Gunn­laugs­son knattspyrnumaður, giftu sig 27. júlí hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Hjónin eiga tvo drengi saman, en Garðar á fyrir fjögur börn úr fyrri samböndum.

Kristín Eva og Sverrir
Mynd: Instagram

Kristín Eva Geirsdóttir lögfræðingur og Sverrir Bergmann Magnússon tónlistarmaður giftu sig  26. ágúst. Þau eiga tvær dætur saman. Kristín Eva hefur starfað sem sérfræðingur í flugöryggis- og flugverndarmálum á Keflavíkurflugvelli.  Hún bjó í nokkur ár í Katar, þar sem hún starfaði sem flugfreyja hjá Qatar Airways og einnig sem lögfræðingur, en hún er með meistarapróf í flug- og geimrétti. Sverrir er landsmönnum að góðu kunnur sem tónlistarmaður, í byrjun árs 2021 hóf hann störf sem stærðfræðikennari við Menntaskólann á Ásbrú og situr Sverrir sem bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar.

Heiðar og Kolfinna

Heiðar Austmann, útvarpsmaður á K100 og plötusnúður,  og Kolfinna Guðlaugsdóttir, skrifstofustjóri 3 skref bókhaldsþjónustu, giftu sig á þjóðhátíðardaginn sjálfan í Kópavogskirkju. Hjónin eiga saman son, fæddan í janúar 2021 en fyrir eiga þau þrjár dætur úr fyrri samböndum, Heiðar tvær og Kolfinna eina.

Tara Sif Birgisdóttir fasteignasali og dansari, og Elfar Elí Schweitz Jakobsson, lögfræðingur, giftu sig í Róm á Ítalíu 11. ágúst. Hjónin giftu sig í Las Vegas í fyrra en héldu því leyndu í nokkra mánuði og sögðust ætla að halda alvöru brúðkaup seinna. Slógu þau upp þriggja daga veislu af tilefninu.

Arna Ýr Jónsdóttir, hjúkrunarfræðinemi og fyrrum Ungfrú Ísland og Miss Universe Iceland og Vignir Þór Bollason kírópraktor og eigandi Líf Kírópraktík, giftu sig 1. júlí í Háteigskirkju. Hjónin eiga tvö börn, fjögurra ára dóttur og tveggja ára son, og eiga von á þriðja barninu.

Mynd: Skjáskot Instagram

Sólbjört Sigurðardóttir, dansari, flugfreyja og leiklistarnesmi, og Ein­ar Stef­áns­son, markaðs- og kynningarstjóri Píeta-samtakanna, tromm­ari hljóm­sveit­ar­inn­ar Hat­ara og gít­ar­leik­ari hljóm­sveit­ar­inn­ar Vök, giftu sig 29. júlí í Vestmannaeyjum. Hjónin eiga eina dóttur.

Mynd: Instagram

Katla Hreiðarsdóttir hönnuður og eigandi Systur&Makar og Haukur Unnar Þorkelsson giftu sig 15. júlí. Hjónin eiga saman tvo unga syni. Brúðkaupið var einstaklega veglegt og vel undirbúið hjá hjónunum með aðstoð vina og vandamanna. Katla sem er virk og athafnasöm eins og fylgjendur hafa tekið eftir hefur líklega toppað sjálfa sig í skipulagi og óhætt er að segja að brúðkaup ársins hafi verið haldið hér! Hjónin eiga tvo unga syni og Haukur tvö börn frá fyrra sambandi.

Steinunn, Gnúsi og synirnir
Mynd: Facebook

Tón­listarparið Stein­unn Jóns­dótt­ir og Gnúsi Yo­nes (Magnús Jónsson) giftu sig 20. júlí hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og voru synir þeirra, Jón Bragi og Marteinn viðstaddir.

Greta Salóme og Elvar Þór
Mynd: Thelma Arngríms

Greta Salóme, tónlistarkona, og Elvar Þór Karlsson, verkefnastjóri fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka, giftu sig ui, laugardaginn 29. apríl. Hjónin eiga einn son. „Lok lok og læs, bannað að breyta og gleypi lykilinn. Besti dagur ever með besta fólkinu okkar. Það er merki um gott partý þegar það ennþá 20 manna halarófa kl 3 um nóttina,“ segir Greta Salóme um stóra daginn. „Mæli með því að gifta sig, það er eitt stórt partý.“

Alma Guðmundsdóttir, sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Nylon og hefur notið velgengni sem lagahöfundur í Bandaríkjunum, og breski leikarinn Ed Weeks giftu sig 9. september á Spáni. Ed Weeks lék eitt aðalhlutverkið í vinsælu þáttunum The Mindy Project og í grínþáttunum LA to Vegas.

OnlyFans-stjarnan Arna Bára Karlsóttir og argentíska fyrirsætan Ian Hachmann komu til Íslands og giftu sig þriðjudagskvöldið 11. júlí. At­höfn­in fór fram á snekkjunni Amelia Rose.

Grímur og Svanhildur Nanna trúlofuðu sig í Frakklandi í fyrra. Mynd/Instagram

Fjárfestarnir Grímur Garðarsson og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir giftu sig 23. september á herragarðinum La Fortaleza á spænsku eyjunni Mallorca.

Grímur, sem er einn af eigendum fataverslunarinnar Bestseller á Íslandi, og Svanhildur Nanna hafa verið par síðan árið 2020. En í júní í fyrra tóku þau af skarið og trúlofuðu sig í Frakklandi. Bæði eiga þau tvö börn úr fyrri hjónaböndum.

Í sumar var greint frá því að Grímur og Svanhildur Nanna hefðu fest kaup á rúmlega 500 fermetra einbýlishúsi við Túngötu í Reykjavík. Húsið keyptu þau til helminga í gegnum eignarhaldsfélög sín, Þingholt og Sumarveg en þau eiga að fá húsið afhent í næsta mánuði.

Rafn og Karen Ósk

Karen Ósk Gylfadóttir og Rafn Franklín Hrafnsson giftu sig 16. júlí hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Fögnuðu þau með nánustu fjölskyldu, en lofa brúðkaupi og veislu síðar.

Rafn hefur getið sér gott orð sem einkaþjálfari og heilsuráðgjafi og er eigandi fyrirtækisins 360 heilsa, hann gaf jafnframt út bókina Borðum betur: fimm skref til langvarandi lífsstílsbreytinga árið 2021. Karen Ósk starfar sem framkvæmdastjóri markaðs- og vörusviðs og stafrænna lausna hjá Lyfju og er jafnframt hóptímakennari í Hreyfingu. Hjónin eiga tvö ung börn, son og dóttur.

Björgvin G. Sigurðsson, fyrrum viðskiptaráðherra, og María Ragna Lúðvígsdóttir tölvunarfræðingur giftu sig 30. júní. Parið hefur verið saman um langt skeið og eiga þau saman tvær dætur og María á fjögur börn frá fyrra sambandi. 

Brynja og Jóhannes
Mynd: Facebook

Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son, blaðamaður og fram­leiðandi, og Brynja Gísla­dótt­ir, giftu sig 24. júlí við strönd­ina í Mak­arska í Króa­tíu, á fimmtugsafmæli Brynju.

Egill Þór Jónsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Inga María Hlíðar Thorsteinsson, ljósmóðir, giftu sig 22. apríl. Hjónin eiga tvö börn, dreng og stúlku. 

Elín María Björnsdóttir og Claes Nilsson giftu sig 29. júlí.  Hjónin eiga dóttur saman, Elín María átti tvær dætur fyrir og Claes þrjú börn. Elín María varð landsþekkt þegar hún sá um Brúðkaupsþátt­inn Já sem sýnd­ur var á Skjá ein­um.

Hönnuðurinn Orri Einarsson og húðflúrslistakonan Soffía Lena giftu sig 3. júní í Orri var einn af eigendum afþreyingarmiðilsins Áttunnar sem naut mikilla vinsælda fyrir nokkrum árum. Soffía Lena er eigandi White Hill tattústofunnar í Reykjavík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir