fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Fyndin og frekar hreinskilin lýsing á stjörnumerkjunum – TVÍBURINN

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 24. desember 2023 16:30

Mynd: Pixabay/Darkmoon_Art

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við á Fókus höfum áhuga á stjörnuspeki og þegar við rákumst á skemmtilega og frekar hreinskilna lýsingu á stjörnumerkjunum þá gátum við ekki annað en ráðist í að þýða og staðfæra. 

Tvíburinn ( 21. maí – 20. júní)

Allir elska TVÍBURANN vegna þess að allir elska geðklofa. Tvíburanum finnst hann að hálfu blanda af Megas og að hálfu blanda af Bjarna Ben, en í rauninni er það frekar Páll Óskar og Vigdís Finnbogadóttir.

Tvíburinn er framsækinn, félagslyndur og vinsæll. Hann mun hins vegar leggja neikvæða merkingu í þá lýsingu áður en hann er búinn að lesa þessa setningu. Tvíburinn keyrir skemmtilega bíla, oft utan í tré eða byggingar.

Tvíburinn er frekur og yfirþyrmandi. Hann slæst við börn og fólk í brúðkaupum, honum finnst sérstaklega gaman að slást við Vogina. Að umgangast tvíkynhneigðan Tvíbura er eins og að vera á tvöföldu deiti. Tvíburinn eyðileggur oft eigið heimili.

Tvíburinn keppir sjaldan í íþróttum, þegar hann gerir það þá er það í frisbí eða golfi.

Tvíburinn talar mjög hátt til að heyrist í honum. Þetta er óheppilegt þar sem hann er næstum alltaf að tala við sjálfan sig. Reyndar rífst hann oft við sjálfan sig þegar hann er í baði. Frægustu Tvíburar í sögunni eru Orville og Wilbur Wright. Tvíburinn er fjölhæfur, sem þýðir að hann getur borað í báðar nasir í einu.Tvíburinn er í raun ekkert meira en taugaveiklaður Vatnsberi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 6 dögum

Svali lítur til baka á kostina og gallana við að flytja til Tenerife – „Að læra að sigrast á aðstæðum annars staðar“

Svali lítur til baka á kostina og gallana við að flytja til Tenerife – „Að læra að sigrast á aðstæðum annars staðar“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Þekktustu „besties“ landsins kynna nýtt verkefni – Frumsýning á háleynilegum stað í hjarta höfuðborgarinnar

Þekktustu „besties“ landsins kynna nýtt verkefni – Frumsýning á háleynilegum stað í hjarta höfuðborgarinnar