fbpx
Miðvikudagur 08.janúar 2025
Fókus

Daði Freyr fer á kostum í nýju lagi – Útskýrir íslensku jólasveinanna fyrir útlendingum

Fókus
Laugardaginn 23. desember 2023 15:30

Daði Freyr er engum líkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Daði Freyr Pétursson er engum líkur en í gær tók hann sig til og útskýrði íslensku jólasveinanna fyrir útlenskum aðdáendum sínum með nýju lagi og myndbandi.

Þar fer hann yfir helstu mannkosti íslensku sveinanna, til að mynda hvað þeir lykta illa og eru hrekkjóttir. Þá eigi þeir móður sem að sé tröll og étur óþekka krakka og heimiliskötturinn er með svipaðan matarsmekk.

Myndbandið hefur hlotið feykigóð viðbrögð enda afar fyndið en þar má sjá Daða Frey stíga tryllt dansspor í íslenskri sveit.

Tónlistarmaðurinn hefur verið að gera það gott undanfarið en nýlega tróð hann upp á fjórum tónleikum í Þýskalandi þar sem fullt var út úr dyrum. Segist hann hafa stór plön fyrir næsta ár sem verður kynnt aðdáendum síðar.

Hér má sjá jólamyndband tónlistarmannsins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stjörnurnar skinu skært á rauða dregli Golden Globes

Stjörnurnar skinu skært á rauða dregli Golden Globes
Fókus
Fyrir 2 dögum

Andvirði gjafapokans á Golden Globes er 1 milljón dala – Norðurljósaferð, andlitslyfting, ferð til Balí og Frakklands

Andvirði gjafapokans á Golden Globes er 1 milljón dala – Norðurljósaferð, andlitslyfting, ferð til Balí og Frakklands
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Þórðarson er áttræður í dag – „Takk fyrir alla dásamlegu músíkina“

Gunnar Þórðarson er áttræður í dag – „Takk fyrir alla dásamlegu músíkina“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta gerist ef þú sleppir áfengi í janúar

Þetta gerist ef þú sleppir áfengi í janúar