fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Besta stefnumótaráð Vigdísar – „Aldrei ríða á fyrsta deiti“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 23. desember 2023 08:00

Mynd/@vigdis.howser

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn, áhrifavaldurinn og hlaðvarpsstjórnandinn Vigdís Ósk Howser Harðardóttir er gestur vikunnar í Fókus.

video
play-sharp-fill

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google.

Vigdís hefur fengið viðurnefnið „stóra systirin“ á TikTok. Hreinskilin stefnumótaráð hennar hafa slegið í gegn en nú talar hún um líf einhleypunnar í þátíð. Hún er komin í samband og ætlar parið að flytja inn saman á næsta ári.

Ekki stunda kynlíf á fyrsta deiti

Við spurðum Vigdísi hvað væri hennar besta ráð fyrir konur í leit að sambandi með karlmanni.

„Aldrei ríða á fyrsta deiti,“ segir hún.

Af hverju ekki?

„Ekki ef þig langar að deita manneskjuna. Ég held að öll sambönd sem ég hef verið í, þar sem ég hef byrjað strax á þessum hluta, þá hefur það ekki tekist. Það hefur alltaf flosnað upp úr því. En ef maður bíður og kynnist manneskjunni, ég held að það sé betra, ef þig langar í langtímasamband.“

Hvað er kjörið að bíða lengi?

„Fimm stefnumót. Ég er komin þangað sko, en ég er líka komin á þann aldur að ég vissi að ég þyrfti að breyta til. Það sem ég var að gera var ekki að virka, ég var ekki að finna rétta fólkið fyrir mig.“

„Ég hef alveg verið í sambandi með fólki sem líkar ekki einu sinni vel við mig“

Vigdís tekur það fram að hún sé ekki að segja fólki að hætta að stunda kynlíf.

„Það er allt í lagi að vilja stunda kynlíf og þá einmitt fara út með það í huga og finna sér þann aðila. En ekki halda að situationshippið þitt eða fuckbuddyinn þinn sé að fara að breytast í samband. Ég held að það sé það sem maður finnur fyrir, maður verður hrifinn af ranga fólkinu ef maður er að gera það sem virkar ekki. Strákar eru að fara að gera það hvort sem er, þeir eru að fara að ríða, þó þeir fíli þig ekki. Ég hef alveg verið í sambandi með fólki sem líkar ekki einu sinni vel við mig. Sumum finnst bara gaman að vera með félagsskap og rífast, sérstaklega við manneskju eins og mig sem er gaman að rökræða við.

En ég fatta að maður á líka skilið gentle love og að vera með einhverjum sem fílar mann. Finnið fólk með sameiginleg áhugamál. Það er alltaf sagt að andstæður passa svo vel saman, andstæður laða, það sé gott að vera með einhverjum sem er ekkert eins og þú. Ég held að það sé ekki rétt. Það er búið að vera að ljúga að okkur. Ég er núna með manneskju og verið erum eiginlega sama manneskjan og það er svo gaman.“

Hún segir nánar frá þessu í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus, sem má horfa á í heild sinni hér.

Fylgstu með Vigdísi á Instagram og TikTok.

Hlusta á hlaðvarpið Kallaðu mig Howser.

Fever Dream á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“
Hide picture