fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fókus

Þrjátíu ára myndband af íslenskum Dyflinnarförum dúkkar upp – „Þetta er fólk sem eyðir mjög miklu“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 22. desember 2023 21:30

Íslendingar gátu gert kjarakaup á eyjunni grænu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vöruúrval og hagstætt verð var ástæðan fyrir því að fjöldi Íslendinga flykktist í búðarferðir til Dyflinnar og Glasgow fyrir jólin. Írska ríkissjónvarpið RTÉ tók viðtal við nokkra íslenska Dyflinnarfara sem komu fyrir jólin árið 1993.

Í myndbandinu má sjá umfjöllun um ferð 103 Íslendinga sem komu fljúgandi með Air Atlanta með galtómar ferðatöskur en troðin seðlaveski í þeim tilgangi að gera kjarakaup á eyjunni grænu.

„Þau koma kannski með eina eða tvær töskur en fara heim með fimm. Það er hins vegar vandamál fyrir rútubílstjórana því á leiðinni heim þarf heila rútu fyrir farangurinn,“ sagði fararstjórinn hjá Samvinnuferðum.

Herrajakki á 160 pund

Þúsundir Íslendinga fóru í þessar ferðir, enda var verðlagið aðeins um helmingur af því sem það var heima á Íslandi.

„Sem dæmi þá kostar jakki á herramann 160 pund hérna en 300 pund á Íslandi,“ sagði ein íslensk dama.

Sagt er að ferðirnar sjálfar, það er flugfarið og hótelgisting, kosti fjölskyldu um 2000 pund en Íslendingar telji að þetta borgi sig samt.

Mikilvægir viðskiptavinir

Í fréttinni kemur einnig fram að verslunarrekendur í Dyflinni séu ánægðir með að hafa tryggt sér viðskipti Íslendinga. Hörð samkeppni sé um hana, sem og viðskipti annarra Norðurlandabúa, frá öðrum borgum, svo sem Manchester, Newcastle, Lundúnum og París.

„Þetta er fólk sem eyðir mjög miklu,“ sagði Frank McGee ferðamálastjóri Dyflinnar. „Þeir skilja eftir í kringum 1000 pund á mann. Við reiknum með því að þessi viðskipti afli Dyflinni 7 milljón punda.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?
Fókus
Í gær

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“