fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Vigdís Howser lítur björtum augum fram á veginn – „Ég var svo oft á hnefanum og fattaði hvað ég var ógeðslega reið“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 21. desember 2023 20:29

Vigdís Ósk Howser Harðardóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn, áhrifavaldurinn og upprennandi leikstjórinn Vigdís Ósk Howser Harðardóttir er gestur vikunnar í Fókus.

video
play-sharp-fill

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google.

Vigdís skaust fram á sjónarsviðið fyrir rúmlega áratug þegar hún gekk til liðs við Reykjarvíkurdætur. Hún sagði skilið við hljómsveitina árið 2016 og sneri sér að sólóferlinum. Hún kom fram undir listamannanafninu Fever Dream, gaf út tvær plötur og lifði á tónlistinni þegar hún var búsett í Berlín. Árið 2020 var hún á leið í tónleikaferðalag um Bandaríkin en þau plön fóru í vaskinn, eins og plön svo margra, vegna heimsfaraldursins. Ári síðar ákvað hún að taka sér pásu frá tónlistinni og skella sér í nám.

Margir kannast einnig við Vigdísi frá aktívistadögum hennar. Hún hefur í gegnum tíðina verið ófeimin við að láta hátt í sér heyra og hefur verið ötul baráttukona gegn kynferðisofbeldi. Hún hefur undanfarin ár haldið sig til hlés frá almenningsumræðu, enda getur verið lýjandi að vera alltaf í baráttu en hún segir að það hafi einnig verið tími fyrir aðra að taka við keflinu og láta ljós sitt skína.

Vigdís rifjar upp þegar hún var í druslugönguteyminu árið 2015. „Á þeim tíma var maður svo ungur og mikill kraftur í manni. Líka þá var maður kominn með nóg, þetta var búið að viðgangast svo lengi. Ég held að ungt fólk í dag geri sér ekki grein fyrir því hvað þetta var viðurkennt, eins og að káfa á öðrum, og ef maður lenti í einhverju þá mátti maður ekki segja neitt,“ segir hún og bætir við að staðan sé enn slæm í dag en einhverjar framfarir hafa átt sér stað undanfarin ár.

Mynd/Instagram @vigdis.howser

„Trúi því að þetta hafi verið að bíða eftir mér“

Haustið 2022 hóf Vigdís nám við nýstofnaða kvikmyndadeild Listaháskóla Íslands. Hún mun útskrifast með BA-gráðu sem handritshöfundur.

„Ég hafði reynt að komast í Listaháskólann svona sex sinnum eða eitthvað. Í leikarann, í sviðshöfundinn, ég komst aldrei inn. En ég trúi því að þetta hafi verið að bíða eftir mér,“ segir hún og lítur björtum augum til framtíðar.

„Ég er að vinna nokkur handrit sem mig langar strax að byrja að vinna þegar ég klára skólann. Þá náttúrulega koma þessar sögur frá Berlín svo sterkar inn.“ Vigdís er að vísa í ævintýrin sem hún upplifði þegar hún bjó í Berlín. Við reyndum að fá hana til að deila svakalegustu sögunni frá borginni en hún sagði hana vera of klikkaða til að deila opinberlega. Hugsanlega fáum við að vita meira þegar hún gefur út fyrsta handritið.

Vigdís fagnaði stórafmæli í nóvember. Mynd/Instagram

„Ég átti mjög lengi erfitt með að vera góð við mig sjálfa“

Vigdís átti stórafmæli í nóvember og fagnaði þrjátíu árum. „Mér fannst þetta stór áfangi, að klára þrítugsaldurinn,“ segir hún og bætir við að hún hafi dregið mikinn lærdóm á þeim tíma.

„Ég átti mjög lengi erfitt með að vera góð við mig sjálfa. Ég var með sjálfseyðingarhvöt og það ýtti undir neikvæða orku. Ég var oft mjög reið og var oft að rífast við fólk og átti ekki í bestu samskiptunum. Bæði við sjálfa mig og við aðra. Eins og með gamlar vinkonur, sem eru ekki vinkonur mínar í dag, það var oft erfitt að vera ég og vera í kringum fólk. En svo einhvern veginn breyttist það rosa mikið eftir að ég fór að vera betri við sjálfa mig. Hvernig get ég ætlast til þess að vera góð við aðra þegar ég er ekki næs við mig. Það var líka eitthvað sem ég fattaði og byrjaði að vera mun blíðari við mig, ég var svo oft á hnefanum og fattaði að ég var ógeðslega reið. Eins og það sem fylgir því að vera aktívisti; maður var reiður, ungur og fullur af orku, og það byrjaði líka að fara í persónuleg samböndin mín, þessi reiði, orka og aktívismi, það byrjaði að hafa áhrif á allt í lífi mínu.“

Við fengum hana til að deila með okkur þremur lexíum sem hún hefur lært á þremur áratugum:

„Þolinmæði, það gerist allt, sýndu þér þolinmæði. Sýndu þér mildi, vertu góð við sjálfa þig. Og líka hafðu fokking gaman af lífinu, það er án djóks ekki svona stressandi eins og þú heldur.“

Fylgstu með Vigdísi á Instagram og TikTok.

Hlusta á hlaðvarpið Kallaðu mig Howser.

Fever Dream á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“
Hide picture