fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fókus

Hollywood-harðjaxl sakaður um kynferðislegt ofbeldi

Fókus
Fimmtudaginn 21. desember 2023 21:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hasarmyndahetjan Vin Diesel hefur verið lögsóttur af fyrrverandi aðstoðarkonu sinni sem sakar hann um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi árið 2010.

Konan heitir Asta Jonasson og segir að atvikið hafi átt sér stað á hótelherbergi í Atlanta en Diesel hafi boðið henni þangað eftir að hann sneri til baka frá næturklúbbi.

Diesel var í fylgd tveggja annarra kvenna en Jonasson segir að eftir að þær fóru hafi leikarinn gripið í báða úlnliði hennar og togað hana niður á rúmið. Hún hafi beðið hann að hætta en hann hafi ekki hlustað á það heldur gripið í brjóst hennar og kysst hana á bringuna.

Jonasson hafði nýlokið námi í kvikmyndaskóla og verið ráðin sem aðstoðarmaður hjá framleiðslufyrirtæki Vin Diesel á meðan kvikmyndin Fast Five, sem hann lék í, var í framleiðslu.

Hennar helstu verkefni voru að skipuleggja veislur og að vera nálægt Diesel þegar hann var ljósmyndaður í návist annarra kvenna en kærustunnar sinnar.

Jonasson segir að þar sem Diesel hafi verið yfirmaður hennar hafi hún ekki viljað neita honum af meiri krafti en Diesel hafi þá haldið ofbeldinu áfram. Hann hafi togað kjól hennar upp að mitti og káfað á henni, meðal annars á innanverðum lærum hennar. Hún segir að hann hafi ýtt henni því næst upp að vegg og reynt að toga nærbuxur hennar niður og sett hönd hennar á lim sinn sem hafi verið í fullri reisn. Hún hafi þá öskrað og hlaupið í átt að baðherberginu.

Diesel hafi þá byrjað að fróa sér en hún hafi þá lokað augunum. Hún hafi verið dauðhrædd en ekki viljað reita yfirmann sinn Hollywood-stjörnuna til reiði.

Hún segir að í kjölfarið hafi henni verið sagt upp störfum en hún hafi aðeins starfað fyrir fyrirtæki Diesel í tvær vikur.

Jonasson segir að Diesel og fyrirtæki hans hafi reynt að hylma yfir atvikið og hún líði enn líkamleg og tilfinningaleg særindi vegna þess.

Jonasson starfar enn í kvikmyndabransanum. Hún undirritaði trúnaðarsamning þegar hún hóf störf hjá framleiðslufyrirtæki Vin Diesel en nýleg lög í Kaliforníu banna að slíkir samningar gildi um kynferðislegt ofbeldi og áreitni. Þess vegna hefur hún höfðað málið á hendur Hollywood-stjörnunni.

Það var New York Post sem greindi frá.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“