fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fókus

Galdramennirnir voru Skinnastaðamenn og Öxfirðingar

Fókus
Fimmtudaginn 21. desember 2023 10:23

Steingrímur J. Sigfússon Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn af óvæntu gullmolunum sem sjást í árfarvegi jólabókaflóðsins er bók Bjarna M. Bjarnasonar, Dúnstúlkan í þokunni. Bókin er þegar komin með tilnefningu til bókmenntaverðlaunanna og af mörgum þegar búin að vinna þau. Aðalverðlaunin eru auðvitað lesandans sem nýtur lestrarins. Þetta er bók sem er hægt að lesa aftur og aftur. Margt er óvænt og ankannalegt, annað kunnulegt frá Bjarna sem hefur jafnan skrifað á einhverjum landamærum drauma og raunveruleika. Svo er það þetta Langanes sem er sögusvið bókarinnar. Fram að lestri bókarinnar taldi ég mig hafa ferðast um allt land og allra útnesja oftsinnis. En áttaði mig á því að ég hef aldrei farið út á Langanes. Þetta útnes er einhvernveginn utan alls sem gerist og hefur gerst í Íslendingasögum, Sturlungu eða annálum. En Langanes eru einmitt æskuslóðir Steingríms J. Sigfússonar fyrrverandi forseta Alþingis en hann býr á Gunnarsstöðum skammt frá Þórshöfn.

Hvernig féll héraðshöfðingjanum við bókina? „Ég er satt best að segja verulega hrifinn af þessari bók og ekki bara vegna þess að mér sé sögusviðið kunnugt. Bókin er lipurlega skrifuð og ágætlega spennandi aflestrar án þess þó að vera einhver reyfari. Mér finnst höfundi takast vel að vinna með raunverulegar sögupersónur eins og Drauma-Jóa, tíðaranda og samfélag nítjándu aldarinnar, hrakleg kjör vinnufólks og kotbænda í sambýli við höfuðbólin eins og prestsetrið á Sauðanesi. Sem sagt, raunverulegar persónur og raunverulegar aðstæður eins og þær voru, en með hæfilegu skáldaleyfi og dulmögnun verður til afar læsilegt verk sem heldur vel. Persónulega hafði ég auðvitað gaman af því að nokkrir forfeður mínir af Langanesi og úr Þistilfirði koma við sögu.“

Dúnstúlkan í þokunni

Langanesið langt frá miðstöðvum yfirvalda

Í þessari fallegu skáldsögu, Dúnstúlkan í þokunni, þá er Langanes sögusviðið. Ég man ekki eftir nokkurri skáldsögu sem ég hef lesið þar sem Langanesið er umhverfi atburðanna. Þekkir þú einhver dæmi þess? „Nei, ekki rekur mig nú beint minni til þess. Það hafa komið út endurminningabækur þar sem Langanesið er að miklu leyti sögusviðið eins og eftir Hólmstein Helgason og fyrra bindi endurminninga Friðriks Guðmundssonar sem seinna fór til Vesturheims. En, auðvitað má nefna í þessu samhengi hina ágætu skáldsögu; „Maður og mold“ eftir Sóleyju skáldkonu frá Hlíð á Langanesi. Þó sögusviðið þar gæti svo sem verið hvaða sveit sem er þá er lítill vafi á að hún hefur sótt sér efnivið í mannlífið á sínum slóðum.“

Í huga fáfróðra manna eins og minna þá voru galdramenn flestir Vestfirðingar en voru þeir einnig algengir þarna á Norð-Austurlandi? Ekki sérstaklega og ekki eins frægir og Vestfirðingarnir, en auðvitað átti þetta svæði sína galdramenn og drauga og allt það. Frægustu galdramenn sýslunnar eru efalaust þeir Skinnastaðamenn, Öxfirðingarnir sem koma fyrir í bókinni. Það ber að hafa í huga við lestur þessarar bókar sem og almennt að Langanesið lá og liggur enn langt frá alfaraleið, langt frá miðstöðvum yfirvalda og laut að einhverju leyti sínum eigin lögmálum. Þar viðgekkst verslun við erlenda fiskimenn þó ólögleg væri, þangað leituðu iðulega menn á flótta undann hinni svokölluðu réttvísi eins og til dæmis Einar sterki forfaðir minn sem nefndur er í bókinni. Slíkum aðstæðum á afskekktum svæðum fylgir gjarnan nokkur dulúð og það skapast góður jarðvegur fyrir kynjasögur. Mér finnst Bjarna takast sérlega vel upp hvað þetta snertir.

Bjarni M. Bjarnason

 

Drauma-Jói fallinn í gleymskunnar dá?

Nú gerði doktor Ágúst H. Bjarnason fyrstu dulsálarfræðitilraunina á Drauma-Jóa í byrjun síðustu aldar, er Drauma-Jói, sem er aðalsögupersóna bókarinnar, þekktur á Langanesi eða fallinn í gleymskunnar dá? „Nei aldeilis ekki, að minnsta kosti ekki hjá minni kynslóð. Maður ólst upp við sögur af honum, Hlaupa-Manga, Bóna prinsi o.s.frv. Ég kunni frá barnæsku nokkrar af sögunum af Drauma-Jóa sem Bjarni vinnur með í bókinni.“

Eitthvað sem kom þér á óvart við lestur bókarinnar? „Eiginlega ekki, en tek samt fram að ég þarf að setjast niður með Bjarna við tækifæri og spyrja hann út í nokkur atriði og þá aðallega hvort fótur sé fyrir sumu sem hann setur fram í bókinni eða það sé hreinn skáldskapur sem krydd í söguna.“

Er enn líf á Langanesi?

Hvernig er annars lífið á Langanesi í dag? „Mannlífið á þessum slóðum er almennt gott. Nú heitir allt svæðið við Þistilfjörð, á Langanesi og við Bakkaflóa Langanesbyggð eftir sameiningu í eitt sveitarfélag og það er almennt sóknar hugur í fólki.“

Eitthvað að lokum? „Ekki annað en að hvetja fólk til að heimsækja þessar slóðir. Þær eru mikið til ónumið land af ferðamönnum Til þess þurfa vissulega flestir um langan veg að fara, en með stórt bættum vegasamgöngum er það ekki tiltöku mál. Það ætti enginn að missa af því að skoða Langanes, súluvarpið og björgin, Skála, Fontinn og svo framvegis að minnsta kosti einu sinni á ævinni. Í vestanverðum Þistilfirði er náttúruperlan Rauðanes og margt er þar fleira áhugavert að skoða að ógleymdu því að kynnast heimafólki. Þistlar, Langnesingar og Ströndungar eru hresst fólk og gott heim að sækja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Laufey áberandi á aðventunni

Laufey áberandi á aðventunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“