fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fókus

Brad Pitt fagnaði sextugsafmælinu með kærustunni í París – Sum börnin mættu

Fókus
Fimmtudaginn 21. desember 2023 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjartaknúsarinn Brad Pitt varð sextugur þann 18. desember síðastliðinn en hann fagnaði afmælinu með  kærustunni sinni, Ines de Ramon, sem er 33 ára gömul. Staðsetning fagnaðarins var viðeigandi, borg ástarinnar, París.

Brad og Ines hafa verið að hittast í tæpt ár en haldið sambandinu að mestu frá kastljósi fjölmiðlana.

Parið byrjaði að hittast í nóvember í fyrra en Ines er næringarfræðingur, mikil áhugakona um heilsu og hreyfingu, talar þrjú tungumál og er varaforseti skartgripafyrirtækisins Anita Ko.

Hún var áður gift leikaranum Paul Wesley, sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í geysivinsælu þáttunum Vampire Diaries.

Brad og Ines gerðu sér glaðan dag í borginni rómantísku, fóru á tónleika og síðan var blásið veislu á lúxushóteli í borginni. Kemur fram í erlendum að hluti barna Pitts hafi fagnað afmælinu með föður sínum sem og nánir vinir hans.

Brad á sex börn með leikkonunni Angelina Jolie þau Maddox 22 ára, Pax 19 ára, Zahara 18 ára, Shiloh 17 ára og tvíburanna Vivienne og Knox 15 ára.

Vitað er að samband stórleikarans við elstu börnin er stirt í meira lagi. Í nóvember var greint frá Instgram-færslu Pax þar sem hann kallaði leikarann fyrirlitlegan föður og fyrsta flokks skíthæl. Þá felldi Zahara niður eftirnafn föður síns og skartar nú aðeins eftirnafni móður sinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafþór birtir nýjar myndir sem hneyksla marga fylgjendur – „Þetta hefur gert þig 15 árum eldri“

Hafþór birtir nýjar myndir sem hneyksla marga fylgjendur – „Þetta hefur gert þig 15 árum eldri“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Varalesari afhjúpar hvað fór á milli Amy Schumer og Blake Lively

Varalesari afhjúpar hvað fór á milli Amy Schumer og Blake Lively
Fókus
Fyrir 3 dögum

Algengustu kynlífsmeiðslin og hvaða stellingu skal forðast

Algengustu kynlífsmeiðslin og hvaða stellingu skal forðast
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rihanna missti sig þegar dómur var kveðinn upp í máli kærasta hennar – Sjáðu myndbandið

Rihanna missti sig þegar dómur var kveðinn upp í máli kærasta hennar – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórhildur glímdi við mígreni í nokkur ár og prófaði óhefðbundna aðferð – „Ég hef ekki fengið mígreni síðan“

Þórhildur glímdi við mígreni í nokkur ár og prófaði óhefðbundna aðferð – „Ég hef ekki fengið mígreni síðan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“