fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fókus

Brad Pitt fagnaði sextugsafmælinu með kærustunni í París – Sum börnin mættu

Fókus
Fimmtudaginn 21. desember 2023 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjartaknúsarinn Brad Pitt varð sextugur þann 18. desember síðastliðinn en hann fagnaði afmælinu með  kærustunni sinni, Ines de Ramon, sem er 33 ára gömul. Staðsetning fagnaðarins var viðeigandi, borg ástarinnar, París.

Brad og Ines hafa verið að hittast í tæpt ár en haldið sambandinu að mestu frá kastljósi fjölmiðlana.

Parið byrjaði að hittast í nóvember í fyrra en Ines er næringarfræðingur, mikil áhugakona um heilsu og hreyfingu, talar þrjú tungumál og er varaforseti skartgripafyrirtækisins Anita Ko.

Hún var áður gift leikaranum Paul Wesley, sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í geysivinsælu þáttunum Vampire Diaries.

Brad og Ines gerðu sér glaðan dag í borginni rómantísku, fóru á tónleika og síðan var blásið veislu á lúxushóteli í borginni. Kemur fram í erlendum að hluti barna Pitts hafi fagnað afmælinu með föður sínum sem og nánir vinir hans.

Brad á sex börn með leikkonunni Angelina Jolie þau Maddox 22 ára, Pax 19 ára, Zahara 18 ára, Shiloh 17 ára og tvíburanna Vivienne og Knox 15 ára.

Vitað er að samband stórleikarans við elstu börnin er stirt í meira lagi. Í nóvember var greint frá Instgram-færslu Pax þar sem hann kallaði leikarann fyrirlitlegan föður og fyrsta flokks skíthæl. Þá felldi Zahara niður eftirnafn föður síns og skartar nú aðeins eftirnafni móður sinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hanna Rún og Nikita sigruðu á Spáni – „Tilfinningin var mjög góð“

Hanna Rún og Nikita sigruðu á Spáni – „Tilfinningin var mjög góð“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bestu sparnaðarráð Katrínar Bjarkar – Þriggja poka reglan sem allir ættu að þekkja

Bestu sparnaðarráð Katrínar Bjarkar – Þriggja poka reglan sem allir ættu að þekkja
Fókus
Fyrir 5 dögum

Það er mikið líf á MARS

Það er mikið líf á MARS