fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

George Clooney segir að Matthew Perry hafi ekki verið hamingjusamur við tökur á Friends

Fókus
Miðvikudaginn 20. desember 2023 08:45

Matthew Perry og George Clooney.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn George Clooney segir að leikarinn Matthew Perry hafi ekki verið hamingjusamur á meðan tökum vinsælu þáttanna Friends stóð vegna grimmrar baráttu hans við áfengis- og fíknivanda.

Matthew Perry fannst látinn í heitum potti við heimili sitt þann 28. október. Hann var 54 ára að aldri. Dánarorsök hans var opinberuð í síðustu viku og lést hann úr neyslu ketamíns og drukknunar. Var andlát hans úrskurðað sem slys.

Draumurinn færði honum ekki hamingju

Clooney var í viðtali hjá Deadline í gær. Hann sagði að draumur Perry hafi alltaf verið að leika í gamanþætti, sem rættist þegar hann fékk hlutverk Chandler Bing í Friends árið 1994.

„Hann var krakki og það sem hann sagði við okkur, þá meina ég mig, Richard Kind og Grant Heslov, var: „Ég vil bara vera í gamanþáttum […] þá verð ég hamingjusamasti maður í heimi,“ sagði Clooney við Deadline.

„Og hann fékk hlutverkið en hann var ekki hamingjusamur. Þetta færði honum hvorki gleði né frið.“

Myndir/Getty Images

Á þessum tíma var Clooney að leika í geysivinsælu sjónvarpsþáttunum ER þannig þeir voru alltaf á sama tökustað, hann og Perry. Þrátt fyrir að hittast alla daga segir Clooney að hann hafi ekki haft hugmynd um hvað hafi verið í gangi hjá Perry.

„Við vissum bara að hann væri ekki hamingjusamur en við höfðum ekki hugmynd um að hann væri, hvað, að nota 12 Vicodin töflur á dag og allt þetta sem hann talaði um,“ sagði hann og var þá að vísa í játningu Perry í ævisögu hans sem kom út í fyrra, Friends, Lovers And The Big Terrible Thing. Bókin fjallar um feril hans og það sem var í gangi bak við tjöldin á meðan þættirnir vinsælu voru í loftinu.

„Þetta segir manni líka að velgengni og peningar og allt þetta, þetta færir þér ekki sjálfkrafa hamingju. Þú þarft að vera hamingjusamur með sjálfan þig og líf þitt,“ sagði Clooney.

Hann rifjaði upp þeirra fyrstu kynni.

„Ég kynntist Matt þegar hann var bara sextán ára gamall. Við spiluðum saman tennis saman, hann var um tíu árum yngri en ég. Hann var frábær, ótrúlega fyndinn,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“