fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Fókus

Fagnaði aukinni kynhvöt eiginmannsins þar til hún uppgötvaði leyndarmál hans

Fókus
Laugardaginn 2. desember 2023 20:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eiginmaður minn lætur mig ekki í friði, hann er alltaf til í tuskið og kynlífið er geggjað. Þetta hefur verið velkomin breyting eftir margra ára kynlífsleysi.“

Svona hefst bréf konu til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Deidre.

„Hann tók nýlega upp á því að kaupa kynþokkafull nærföt og kynlífstæki og er sífellt að fá mig í rúmið, sama hvað klukkan er. Mér var farið að líða eins og kynþokkafyllstu konu jarðríkis,“ segir hún.

En þá gerði hún ömurlega uppgötvun. „Þessi nýfundna ástríða er tilkomin vegna klámfengra samskipta hans við fjórar aðrar konur. Ég skil ekki hvernig hann gat gert mér þetta. Og það versta er að honum finnst hann ekki hafa gert neitt rangt,“ segir konan.

Hún er 48 ára og eiginmaður hennar er 52 ára. Þau hafa verið saman í 25 ár og eiga tvær dætur sem eru komnar á fullorðinsaldur.

„Allt í einu breyttist eitthvað“

„Hjónabandið okkar hefur verið á mjög slæmum stað undanfarin ár, við vorum alltaf að rífast og stunduðum aldrei kynlíf. Við vorum við það að skilja. En allt í einu breyttist eitthvað, maðurinn sem ég giftist kom til baka og við byrjuðum að stunda kynlíf á fullu, allt að fimm sinnum í viku,“ segir hún.

„Ég var svo hamingjusöm, ég hugsaði ekkert út í hvað gæti verið að kalla fram þessa breytingu hjá honum. En svo sá ég skilaboð sem hann fékk frá annarri konu á Facebook, ég gat ekki annað en skoðað þau og ég komst að því að hún er ein af fjórum konum sem hann hefur verið að daðra við og meira að segja lýsa því í smáatriðum hvað hann langar að gera við þær í rúminu.

Þegar ég ræddi um þetta við hann þá sagði hann að ég væri að vera kjánaleg, þetta væri á netinu og teldist ekki sem framhjáhald.

Ég get ekki horft á hann sömu augum.“

Ráðgjafinn svarar

„Hann hefur greinilega farið yfir þín mörk og eyðilagt traustið sem þú barst til hans. Þó sumir líta svo á að senda skilaboð sé ekki jafn slæmt og að halda framhjá í persónu, þá getur það samt verið jafn sárt.

Þú ert ekki að vera kjánaleg, ef hann var vísvitandi að fela þetta fyrir þér og fara á bak við þig, þá veit hann innst inni að hann var að gera eitthvað rangt.

Til þess að komast í gegnum þetta verður hann að skilja hvernig hann særði þig. Það er ómögulegt að endurbyggja sambandið nema með því að endurbyggja traustið í leiðinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gúrkusalat Sölku slær í gegn

Gúrkusalat Sölku slær í gegn
Fókus
Í gær

Skilin eftir 21 ár – „Þetta var mjög vel heppnað hjónaband að okkar mati“

Skilin eftir 21 ár – „Þetta var mjög vel heppnað hjónaband að okkar mati“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bjuggu saman í húsvagni í byrjun sambandsins

Bjuggu saman í húsvagni í byrjun sambandsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir þetta eitrað við skrifstofumenningu

Segir þetta eitrað við skrifstofumenningu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stóð við gröf föður síns og spurði hvað hún ætti að gera – Ákvað að elta drauma hans og skráði sig í skóla

Stóð við gröf föður síns og spurði hvað hún ætti að gera – Ákvað að elta drauma hans og skráði sig í skóla
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var kölluð lygari en fær nú að segja sögu sína – Rænt og átti að vera seld til hæstbjóðanda

Var kölluð lygari en fær nú að segja sögu sína – Rænt og átti að vera seld til hæstbjóðanda