fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Jólaspilin: Einföld en spennandi fjölskylduspil

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 19. desember 2023 21:19

Tvö af þeim borðspilum sem eru að koma út fyrir þessi jól.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fátt er jólalegra en að spila gott borðspil eftir jólamatinn eða í jólaboðinu. DV fer yfir nokkur af helstu jólaspilunum í ár.

Hversu vel þekkirðu þú mótspilarana?

Langbesta svarið er partíspil sem snýst í grófum dráttum um hversu vel þú þekkir félaga þína. Þetta er því best fyrir hópa sem þekkjast mjög vel, til dæmis fjölskyldur, eða þá hópa þar sem allir þekkjast svipað illa.

Í spilinu er gengið tvisvar sinnum hringinn þar sem hver og einn dregur spjald. Á spjaldinu er flokkur, til dæmis „uppáhalds jólamyndin.“

Aðrir setja niður sín svör á tússtöflur og verða að vera snöggir því að ef Jóna frænka er búin að skrifa til dæmis „Elf“ og leggja niður á borðið þá mátt þú ekki gera það líka.

Síðan setur sá sem á leik niður skífur á tússtöflurnar með einu réttu, einu röngu og einni tálbeitu allt eftir því hvað honum fannst eiga við. Aðrir mega þá nota eigin skífur til að reyna að giska líka og fá stig ef giskað er rétt. Ef einhver skrifaði niður rétt svar fær hann tvö stig.

Þetta kann að hljóma pínu flókin stigagjöf en er það alls ekki þegar byrjað er að spila.

Upp kunna að koma spjöld sem eiga ekki við. Kannski hefur Beggi frændi aldrei hlustað á hlaðvarp og á því ekkert uppáhalds. Þá er annað hvort að draga nýtt spjald eða halda út í óvissuferð.

Fjöldi: 3-6

Aldur: 12+

Tími: 20 mín+

Útgefandi: Myndform

 

Einfalt spurningaspil með valkostum

Fjölskylduspilið er gríðarlegar einfalt spurningaspil þar sem leikmenn keppast við að verða fyrstir til að komast hringinn í kringum spilaborðið.

Í spilinu eru 800 spurningar á 400 spjöldum. Allar spurningarnar eru með fjórum svarmöguleikum, merktum A, B, C og D.

Þegar hver spurning er lesin upp er skífa með spurningarmerki færð einn reit áfram sem og peð þeirra leikmanna sem svöruðu rétt með því að velja rétta svarskífu. Sá sem les upp spurninguna á líka að svara.

Spurningarnar eru hæfilega erfiðar og oft um óhefðbundna hluti. Það eru samt engir flokkar líkt og í til dæmis „Trivial Pursuit.“ Spurningin gæti verið um hvað sem er.  Það hjálpar gríðarlega að hafa valkostina og jafnar út getu leikmanna.

Þetta er líka eitt af þessum spilum sem þarf ekkert að spila eftir reglunum. Það er sígild íslensk skemmtun að grípa bara stokkinn og byrja að spyrja.

Fjöldi: 2-6

Aldur: 10+

Tími: 45 mín

Útgefandi: Myndform

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“