fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fókus

Glæsilegt steypiboð Birgittu Lífar

Fókus
Mánudaginn 18. desember 2023 09:57

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn, raunveruleikastjarnan og markaðsstjórinn Birgitta Líf Björnsdóttir var hæstánægð með steypiboðið (e. babyshower) sem vinkonur hennar héldu fyrir hana um helgina.

Hún á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum, Enok Jónssyni.

Birgitta Líf, 31 árs, er markaðsstjóri World Class en einnig erfingi veldisins. Enok, 22 ára, er sjómaður og iðnaðarmaður. Þau byrjuðu að hittast í kringum áramótin 2022 og urðu par um vorið. Þau eiga von á sínu fyrsta barni saman.

Birgitta Líf birti fallegar myndir á Instagram frá deginum.

„Við Enoksson fengum fullkomið babyshower í gær. Við erum svo sannarlega umvafin fullt af dásamlegum vinkonum. Takk fyrir okkur,“ skrifaði hún.

Það voru glæsilegar skreytingar, bleyjuturn og aðdáendur LXS verða örugglega spenntir að vita að það hafi verið tökulið á staðnum, svo líklegt er að það verði sýnt frá veislunni í næstu þáttaröð af raunveruleikaþáttunum LXS.

Hafdís Jónsdóttir, móðir Birgittu, birti einnig fallega mynd.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Hafdís Jónsdóttir (@disaboda)

Í lok sumars opnaði parið sig um þeirra fyrstu kynni. Það er óhætt að segja að það hafi ekki verið ást við fyrstu sýn. Enok og vinir hans þurftu að forða sér á hlaupum frá brjálaðri Birgittu sem sparkaði síðan svo fast í bíl þeirra að stuðarinn losnaði.

Sjá einnig: Birgitta Líf og Enok opna sig um líkamsárásina og skrautleg fyrstu kynni – „Hún kom hlaupandi á eftir okkur og við höfum aldrei verið jafnhræddir“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“
Fókus
Í gær

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katrín Björk: Passar sig að gera þetta alltaf áður en hún fer í Costco

Katrín Björk: Passar sig að gera þetta alltaf áður en hún fer í Costco
Fókus
Fyrir 6 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Chat GPT Operator er tæknin sem getur einfaldað hversdagsverkefni

Fræðsluskot Óla tölvu: Chat GPT Operator er tæknin sem getur einfaldað hversdagsverkefni