fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

„Mér fannst þetta mjög erfitt, að stíga inn í einhverja opinberun og það fá allir að hafa skoðun á þér“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 17. desember 2023 19:59

Bolli Már Bjarnason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppistandarinn Bolli Már Bjarnason er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

video
play-sharp-fill
Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google.

 

Ekki bara næs

Það er óhætt að segja að um leið og þegar Bolli steig sín fyrstu skref í bransanum hafi boltinn byrjað að rúlla og það hratt. Eftir rúmlega hálft ár frá fyrstu sýningu tókst honum að fylla 180 manna sal í Tjarnarbíó, tvisvar. Tvær sýningar verða síðan eftir áramót.

Bolli viðurkennir að þó þetta sé draumur hans að rætast geti þetta verið mjög krefjandi.

„Þetta tekur rosalega á. Ekki endilega það sem ég er að segja, ég er mjög ókei með allt sem ég segi og skammast mín ekki fyrir neitt. En þetta er bara, þú ert bara einhvern veginn stendur fyrir framan fólk, 180 manns með 180 mismunandi skoðanir á því sem þú ert að gera. Strax eftir sýningu er þetta ekki bara næs, heldur líka ógeðslega erfitt,“ segir hann og bætir við að þó viðbrögð áhorfenda hafi verið góð hafi sjálfsgagnrýnin verið í hámarki.

Bolli á sýningunni Bolli. Aðsend mynd.

Leið illa eftir frumsýningu

Bolli segir að vikan á milli frumsýningarinnar og næstu sýningar hafi verið versta vika sem hann hafði upplifað lengi.

„Alveg hræðileg. Samt var frumsýningin algjör negla og algjörlega frábær. En mér leið ekki vel í vikunni þarna á milli, hreinlega mjög illa“ segir hann.

„Mér fannst þetta mjög erfitt, að stíga inn í einhverja opinberun og það fá allir að hafa skoðun á þér […] Þú opnar þig og opinberar þig og vonar bara að fólk líki við það sem þú ert að gera. Svo ferðu að búa til alls konar í hausnum á þér. Ég held að það sé eðlilegt þegar þú ert að byrja í þessu og svo ertu að vinna í því að kasta því í burtu. Núna þegar ég er að stökkva á milli jólahlaðborða og skemmta á ýmsum viðburðum þá finn ég að ég á miklu auðveldara með það núna, heldur en fyrstu giggin mín, en þau tóku rosalega á.

Ég var lengi að melta hvert gigg fyrir sig og ná því út úr kerfinu. Núna stend ég með mínu og hef trú á mér. En þetta er ekki gefins, þetta tekur alveg toll að gera þetta.“

Bolli Már Bjarnason er gestur vikunnar í Fókus.

„Þetta kýldi mig bara niður“

Bolli viðurkennir að hann hafi engan veginn búist við því að líða svona. „Ég var eins og þorskflak, ég veit ekki hvað gerðist. Það var eins og ég hafi ekki verið alveg tilbúinn að díla við þessa upplifun af þessari sýningu. Þetta kýldi mig bara niður, það var mjög sérstakt því þetta var eitthvað sem ég hafði aldrei búist við. En blessunarlega var ég kominn í góðan gír á föstudeginum fyrir sýningu tvö. En þetta kenndi mér margt. Þetta kenndi mér það að maður þarf að huga vel að sér eftir svona sýningu, það er ekki endilega það besta að fara út að borða og detta í það með vinum sínum. Það má frekar gerast tveimur vikum seinna,“ segir hann.

„Ég myndi telja mig vera frekar hamingjusaman náunga þannig að það kom flatt upp á mig, þetta krass eftir frumsýninguna og ég hef ekki lent í því áður. Ég hélt ég yrði á bleiku skýi en það var ekki raunin. Sem er líka bara sanngjarnt, það væri fáránlegt ef þú myndir gera þetta og þetta myndi ekki taka sinn toll.“

Bolli segir nánar frá þessu í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér.

Næstu sýningar hjá Bolla verða 19. janúar og 2. febrúar, hægt er að skoða miða á Tix.is. Hann er duglegur að uppfæra Instagram og Facebook þegar eitthvað nýtt er í vændum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir
Hide picture