fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fókus

Var tungllending Bandaríkjamanna árið 1969 sviðsett?

Fókus
Föstudaginn 15. desember 2023 19:30

Er þetta mynd frá Hollywood eða tunglinu?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Máninn hátt á himni skín, hrímfölur og grár. Þetta syngjum við brátt er við kveðjum árið og bjóðum það næsta velkomið. Það er ekki furðulegt að horfa til tunglsins á svona tímum, enda hefur tunglið löngum verið sveipað dulúð.

Jafnvel í dag þá hefur ekki tekist að afhjúpa öll leyndarmál tunglsins, og það jafnvel þó að maðurinn hafi sjálfur komið þangað og litið í kringum sig. Enn er ekki vitað nákvæmlega hvernig tunglið varð til. Þetta dularfulla tungl virðist einnig vera óútreiknanlegt. Þar eiga sér stað tunglskjálftar sem ekki hefur tekist að útkýra að fullu, rannsóknir hafa bent til þess að fyrir um 100 milljón árum hafi verið eldvirkni á tunglinu sem hefur valdið heilabrotum svo ekki sé minnst á dularfullu fjærhlið tunglsins.

Tunglið er enn sveipað dulúð, en vonir standa til að einhverjum spurningum verði svarað á næstu misserum. Nú hefur tækninni fleytt fram og hægt er að senda vélmenni til að kanna tunglið, og jafnvel er til skoðunar að senda aftur mönnuð geimför þangað.

Fór maðurinn til tungslins?

Ein vinsælasta samsæriskenning síðustu áratuga er sú að tungllending Bandaríkjanna, þar sem Neil Armstrong tók eitt lítið skref en á sama tíma risastökk fyrir mannkynið, hafi hreinlega verið sviðsett. Þessa kenningu skoða félagarnir Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór, í álhattinum fyrir að þessu sinni.

Tungllendingin átti sér stað í geimkapphlaupi Bandaríkjanna og fyrrum Sovíetríkjanna. Þetta þótti eitt mesta afrek mannkynssögunnar á sínum tíma og eitt helsta tækniundur 20. aldarinnar. Þrátt fyrir að þessi stóri áfangi hafi verið myndaður í bak og fyrir, og geimfararnir fræknu snúið aftur með mikið magn af tunglsteinum, þá eru ekki allir sannfærðir.

Þessir telja að hér hafi hreinlega ekki verið um neitt tækniundur að ræða, heldur stærsta leikstjórnarsigur fyrr og síðar. Í huga þessara Álhattar var einungis um einn allsherjar blekkingarleik og sjónarspila á vegum Hollywood og yfirvalda að ræða. Geimfararnir Neil Armstrong, Buzz Aldrin og Michael Collins hafi ekki svo mikið sem yfirgefið gufuhvolf jarðarinnar heldur haft báða fætur á jörðinni allan tímann.

Hvers vegna blakti fáninn?

Álhatturinn veltir upp mörgum áleitnum spurningum. En hér má finna dæmi um þá anga samsæriskenningarinnar sem þeir taka fyrir.

„Hvernig stóð til dæmis á því að bandaríski fáninn gat gefið frá sér skugga í margar mismunandi áttir líkt og ljós kæmi úr mörgum áttum, þegar eina ljóstíran kom frá sólinni? Voru tunglfararnir kannski með kvikmyndaljós með sér í ferðinni?

Hvers vegna blakti fáninn líkt og rammíslenskri sunnanátt ef hann var í raun í þyngdarleysi á tunglinu?

Hvernig gat Neil Armstrong skilið eftir sig djúp fótspor á tunglinu ef tunglfarið sjálft, sem var töluvert stærra og þyngra, skildi enga djúpa gíga eftir sig?

Hvernig í veröldinni þoldu hinir meintu tunglfarar allan þann geðbilaða kulda og gífurlega hita sem myndast getur á tunglinu og af hverju sjást engar stjörnur á himninum á neinum af þeim fjölmörgu ljósmyndum sem þeir tóku í ferð sinni? Ættu stjörnurnar ekki einmitt að sjást betur úti í geimnum?

Hvað hafa heimsóknir tunglfaranna til Íslands árin 1965 og 1967 með þetta að gera.

Hvað í veröldinni er þetta Van Allen belti og hvernig tengist þetta allt kvikmynda leikstjóranum Stanley Kubrick?

Er jörðin raunverulega hnöttótt eða er hún kannski kartöflulaga og hvernig stendur þá á því að allar myndir frá NASA sýna jörðina hnöttótta? Getur verið að NASA séu að blekkja okkur?

Var um raunverulegt einstakt og stórkostlegt tækniundur og mannlegan sigur að ræða sem sameinaði heimsbyggðina alla? Eða voru bandarísk yfirvöld hreinlega orðin þreytt á því að tapa geimkapphlaupinu fyrir Sovétríkjunum svo þeir settu á svið einn allsherjar leikþátt með hjálp Hollywood og kvikmyndatækni.

Þetta og svo margt fleira í nýjasta þættinum af Álhattinum þar sem þeir taka fyrir eina þekktustu og klassískustu samsæriskenningu fyrr og síðar. Sjálfa tungllendingu Bandaríkjamanna.“

Álhatturinn lofar góðri skemmtun. Gott er þó að hafa í huga að þessi kenning hefur lifað góðu lífi í rúmlega hálfa öld og hafa bæði NASA, sérfræðingar af ýmsu tagi sem og bandarísk stjórnvöld ítrekað vísað henni til föðurhúsanna. Helst hefur verið bent á Sovíetríkin þegar kenningunni er vísað á bug. Geimkapphlaupið var hart og fylgdust Sovíetríkin náið með tungllendingunni og staðfestu hana. Af hverju myndu þeir gera það, ef engin tungllending átti sér stað? Fyrir forvitna má finna ágæta yfirferð um rökin fyrir gervilendingunni og hvers vegna þau haldi ekki vatni hjá Royal Museums Greenwich.

Fyrir þá sem vilja kafa enn dýpra í leyndardóma tunglsins má svo benda á fleiri samsæriskenningar um næturljós okkar jarðarbúa. Er tunglið í raun risastórt geimfar sem fylgist með okkur? Er það holt að innan og ef svo – hvað er innan í því? Er ekki furðulega heppileg tilviljun að tunglið endaði einmitt á réttum stað til að lýsa upp nóttina og hafa áhrif á flóð og fjöru? Og hvers vegna má sjá myndrænar heimildir frá fornum menningarheimum þar sem fjallað er um lífið á jörðinni, áður en tunglið kom til sögunnar? Hvers vegna hættu mennirnir að fara til tunglsins? Sáu þeir eitthvað skelfilegt sem vakti óhug?

Eins má minna á Facebook-hóp Álhattsins þar sem má taka þátt í umræðum um þættina, sem og almennt um samsæriskenningar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar
Fókus
Í gær

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drew Barrymore hefndi sín á fyrrverandi með kostulegum hætti – „Haltu kjafti og hlustaðu“

Drew Barrymore hefndi sín á fyrrverandi með kostulegum hætti – „Haltu kjafti og hlustaðu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leynilögreglumaður myndaði sterk tengsl við undirheimana: „Ég get ekki sagt þér hversu oft ég hélt að ég væri að fara deyja“

Leynilögreglumaður myndaði sterk tengsl við undirheimana: „Ég get ekki sagt þér hversu oft ég hélt að ég væri að fara deyja“