fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Jólaspilin: Heilaþrautir og skemmtun fyrir yngstu kynslóðina

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 15. desember 2023 20:29

Ýmis spil eru í boði fyrir yngstu kynslóðina fyrir jólin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fátt er jólalegra en að spila gott borðspil eftir jólamatinn eða í jólaboðinu. DV fer yfir nokkur af helstu jólaspilunum í ár.

Einfalt og sígilt

Tvenna, sem gengur einnig undir heitinu Dobble eða Spot it!, er eiginlega orðið klassískt barnaspil þó það hafi aðeins komið út fyrir tíu árum síðan. Vinsældirnar eru slíkar að það hafa verið gefið út ótal útgáfur af þessu spili. Á meðal þeirra nýjustu eru Pixar, Star Wars: Mandalorian og Marvel.

Tvennu, sem er saman sett af mörgum hringlaga spjöldum með myndum, er hægt að spila á ýmsa vegu. Algengast er að leikmenn skipti bunkanum jafnt á milli sín og reyni að losa sig við spilin með því að finna tákn á sínu spjaldi og því sem þegar hefur verið lagt út.

„Stórkostlega einfalt og skemmtilegt spil,“ segir samstarfskona sem spilaði Tvennu: Pixar með dóttur sinni. „Mín fimm ára hefur ekki þolinmæði fyrir miklu en við höfum spilað tvær útgáfur af örspilunum nokkrum sinnum og fjölmargar umferðir í senn. Hægt svo að gera þetta erfiðara þegar barnið verður eldra. Höfum líka spilað þrjú saman sem var ekki síður skemmtilegt.“

Fjöldi: 2-8

Aldur: 7+

Tími:15 mín

Útgefandi: Nordic Games

Partíspil fyrir yngri kynslóðina

Dixit kom út árið 2008 og hefur verið eitt af vinsælustu partíspilunum allar götur síðan. Nú er komin út sérstök Disney útgáfa af þessu spili sem snýst um að gefa góðar, en ekki of góðar vísbendingar.

Upprunalega spilið er þekkt fyrir gullfallegar, en stórundarlegar myndir á spjöldunum, svipuð spjöld og notuð eru í öðru mjög vinsælu spili, Mysterium. Myndirnar í Dixit: Disney eru ekki jafn undarlegar og og hinum tveimur fyrrnefndu spilum enda er það ætlað fyrir yngri markhóp.

Reglurnar eru hins vegar alveg þær sömu. Sá sem er að gera velur spjald og gefur vísbendingu. Aðrir velja spjald til að reyna að villa um fyrir hinum. Sá sem á leik vill hins vegar ekki gefa allt of góða vísbendingu því að ef allir giska á rétta spjaldið fær hann engin stig. Best er að sumir giski rétt en aðrir vitlaust. Sá sem á tálbeituspjald sem aðrir giska á fá líka stig.

Þetta er spil sem klikkar aldrei og nú er komin útgáfa sem yngri spilarar geta betur notið.

Fjöldi: 3-6

Aldur: 8+

Tími: 30 mín

Útgefandi: Nordic Games

Góð heilaæfing

Borðspil hafa þann eiginleika að vera ekki aðeins skemmtileg heldur eru þau góð heilaæfing líka. Það á ekki síst við um orðaleikinn Bananagrams.

Spilið er í ætt við spil eins og Scrabble og Krossorðaspilið, þar sem leikmenn reyna að raða bókstöfum í orð sem tengjast líkt og í krossgátu.

Bananagrams er einnig kapp við tímann þar sem leikmenn keppast við að klára stafina sína og velja fleiri úr borðinu. Ef maður getur ekki komið stafi fyrir þarf maður að skila honum og draga þrjá í staðinn.

Bananagrams hentar kannski ekki fyrir allra yngstu leikmennina en eru góð æfing fyrir krakka á miðstigi og efsta stigi grunnskóla. Þetta er líka fínt spil fyrir fullorðið fólk, sérstaklega þá sem hafa gaman að orðaleikjum.

Fjöldi: 2-8

Aldur: 7+

Tími: 15 mín

Útgefandi: Nordic Games

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“