fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fókus

„Jólagjöf“ Harry og Markle til Karls konungs eftir „rasismastorm“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 15. desember 2023 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Bretakonungur tók upp árlega jólaræðu sína í vikunni, Líkt og aðrar fjölskyldur þá mun breska konungsstórfjölskyldan hittast um jólin, með einni undantekningu. Harry og hans fjölskylda mæta ekki, og munu þetta vera fimmtu jólin í röð sem þeir feðgar verja ekki saman. 

Harry og eiginkona hans, Meghan Markle og börn þeirra, Archie og Lilibet, verða heima í Montecito í Kaliforníu. Samkvæmt heimildarmanni innan hallarinnar munu hjónin hafa tekið nýjan pól í hæðina þegar kemur að samskiptum við konungsfjölskylduna og reyna nú allt til að sættast. Harry verður jafnframt fertugur í september á næsta ári og meðvitaður um að tíminn er af skornum skammti. Það er óhægtt að segja að jólagjöf þeirra í ár til Karls konungs sé ekki veraldleg, heldur vilja hjónin gera allt til að ná sáttum.

Spennuþrungið ár

Árið hefur verið spennuþrungið í samskiptum Harry og Markle við konungsfjölskylduna, Harry gaf út endurminningabókina Spare, þar sem hann gleymdi alveg að minnast á stjúpmóður sína, Camillu drottningu, og einnig komu Netflix-þættir hjónanna út. Í bók Omid Scobie, Endgame, kom fram í hollenskri útgáfu bókarinnar að það voru Karl Bretakonungur og Katrín hertogaynja sem viðhöfðu rasísk ummæli við Markle þegar hún var ófrísk af syninum Archie. Karl konungur gaf nú lítið fyrir þetta fár og uppljóstrun um rasismann á opinberum viðburði stuttu síðar. Bræðurnir Harry og Vilhjálmur hafa ekki rætt saman í meira en ár og samskiptin þar á milli því við frostmark.

Blöðruðu um einkasímtal

Í síðasta mánuði hringdu Harry og Markle í Karl föður hans í tilefni 75 ára afmælis hans, og voru það fyrstu samskipti feðganna í hálft ár. Börnin Archie fjögurra ár og Lilibet tveggja ára lögðu sitt á vogarskálarnar og sungu afmælissönginn fyrir afa sinn. Hjónin fengu síðan gagnrýni í kjölfarið, fyrir að geta ekki þagað um að símtalið hefði farið fram.

Annað jólaávarp Karls

Eins og fyrr segir þá tók Karl konungur upp árlega jólaræðu sína í vikunni, í kapellu heilags Georgs í Windsor-kastala, skammt frá þar sem móðir hans var lögð til hinstu hvílu, með fjölmennu teymi frá bresku útvarpsstöðinni ITN. Ræðan verður sýnd í bresku netsjónvarpi klukkan 15 á jóladag  og sýnd á stöðvum í samveldislöndum þar á meðal Kanada, Ástralíu og Nýja Sjálandi. Karl tók upp fyrsta ávarp sitt sem konungur á síðasta ári, sem var að mestu minningarávarp um móður hans, Elísabetu drottningu

Karl í jólaávarpi hans árið 2022
Mynd: Getty

Í ræðunni fyrir jóladag í ár minnist Karl ekki á Harry og Markle og eins og áður segir þá munu þau ekki gera sér ferð til Bretlands yfir jólin. Aðrir meðlimir konungsfjölskyldunnar munu mæta til Sandringham í boði Karls og Kamillu um jólin. Jólin 2018 eru síðustu jólin sem Harry og Meghan vörðu með bresku konungsfjölskyldunni, síðan kom tilkynning þeirra um að þau ætluðu að skilja sig frá konunglegum skyldum og flytja til Kaliforníu. Harry var síðan miður sín og fannst sem honum hefði verið eytt út úr konungsfjölskyldunni eftir að láðist að birta mynd af honum í jólaávarpi Elísabetar drottningar árið 2019.

Það er því ljóst að samskiptin hafa verið í skrúfunni í dágóðan tíma og þurfa líklega allir að leggjast á eitt til að leysa vandann. Harry og Markle fyrirhuga að hringja í Karl konung um jólin, og er símtalið liður í sáttaáætlun þeirra. Heimildamaður innan hallarinnar segir aðspurður um fyrirætlanir Harry til að hitta konungsfjölskylduna að nýju: „Auðvitað vill Harry eiga betra samband við Charles. Hann er faðir hans eftir allt saman.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna