Friends leikarinn Matthew Perry lést úr neyslu ketamíns og drukknunar. Dauði hans hefur verið úrskurðaður sem slys.
Þetta kemur fram hjá dagblaðinu Daily Mail.
„Réttarmeinafræðingur Los Angeles sýslu hefur komist að því að ástæðan fyrir dauða hins 54 ára gamla leikara Matthew Perry voru afleiðingar ketamín neyslu,“ segir í tilkynningu frá dánardómsstjóra Los Angeles.
Afleiðingarnar hafi verið þær að hann hafi misst meðvitund í heitum potti og drukknað.
„Einnig spilaði inn í dauða herra Perry drukknun, kransæðasjúkdómur og áhrif lyfsins búprenofín. Dauðinn varð vegna slyss,“ segir í tilkynningunni. Búprenófín er notað gegn ópíóðafíkn.