Játning hennar hefur vakið mikla athygli en fyrir aðeins örfáum mánuðum, í september síðastliðnum, gagnrýndi hún notkun lyfsins og sagði það vera „auðveldu leiðina.“
Ozempic var þróað til að meðhöndla sykursýki en hefur verið vinsælt sem megrunarlyf og eru fjölmargar Hollywood-stjörnur sagðar hafa notað það. Sumar hafa viðurkennt það, eins og sjónvarpsstjarnan Sharon Osbourne og leikkonan Dolores Catania.
„Ég nota það núna þar sem mér finnst ég þurfa þess, þetta er tæki í baráttunni við að vera ekki alltaf eins og jójó,“ sagði Oprah við People. Með því að vera eins og jójó átti hún við að vera ekki sífellt að þyngjast og léttast til skiptis.
„Sú staðreynd að það sé til lyf sem er viðurkennt og samþykkt af læknasamfélaginu, lyf sem stjórnar þyngd og hjálpar einstaklingum að vera heilbrigðari, er mikill léttir. Þetta er gjöf og ég er hætt að skammast mín fyrir þetta eða hlusta á aðra gagnrýna mig fyrir þetta.“