fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Bolti Bolla fór að rúlla á ofsahraða – „Þetta var bara mómentið mitt, þarna gerðist eitthvað“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 14. desember 2023 19:59

Bolli Már Bjarnason er gestur vikunnar í Fókus.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppistandarinn Bolli Már Bjarnason er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

video
play-sharp-fill
Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google.

Bolla Má Bjarnason hafði lengi dreymt um að verða uppistandari og tæplega ári eftir að hann varð þrítugur hugsaði hann: „Ef ekki núna, hvenær þá?“

Vorið 2023 auglýsti hann fyrstu sýninguna sína, Hæfilegur, og frumsýndi í apríl. Þetta var í litla salnum í Tjarnarbíói sem rúmar um fimmtíu manns. Það gekk vonum framar og fór boltinn að rúlla á ofsahraða. Hann hefur nú haldið aðra og nýja sýningu í Tjarnabíó, í þetta sinn í stóra salnum þar sem 180 manns fylltu salinn.

Hann starfaði áður í auglýsingabransanum og markaðsmálum en hætti í vinnunni fyrir stuttu og fór að einbeita sér að draumnum. Hann er nú vinsæll skemmtikraftur fyrir árshátíðir og jólahlaðborð og viðurkennir að sú hlið starfsins hafi komið honum á óvart.

Bolli á nýjasta uppistandinu sem heitir einfaldlega, Bolli.

Auglýsingabransinn gleypti hann

Bolli komst að því snemma að hann væri ekki mikið fyrir að fara auðveldu leiðina og velja þægilegan bransa, en fyrst var stefnan sett á leiklist.

„Ég lærði leiklist og kvikmyndagerð árið 2015 í Kvikmyndaskóla Íslands og langaði að vera leikari. Það er náttúrulega harður bransi, ég held að ég sé ekki að móðga neinn með því að segja það en ég held að það séu ekki margir sem útskrifast sem ná að gera þetta að atvinnu,“ segir hann.

„Ég útskrifaðist og það var ekki mikið að frétta, ég fór að vinna í gamla grunnskólanum mínum og aðeins upp á Mogga, fór svo að vinna á auglýsingastofu og auglýsingabransinn gleypti mig. Ég fór að vinna á Pipar sem er frábær stofa. Það tók svolítið yfir en ég var alltaf að koma eitthvað fram og reyna að vera í sviðsljósinu, því ég hef áhuga á því.“

Bolli Már Bjarnason.

En alltaf var sú hugmynd í huga hans að láta slag standa og reyna fyrir sér í uppistandi.

„Ég var að leika í hinu og þessu, ekkert high profile dæmi. Svo var ég orðinn þrítugur og langaði að vera á sviði,“ segir hann og viðurkennir einnig að honum hafi verið annt um að auglýsa uppistandið áður en hann varð 31 árs. „Sem sýnir kannski smá aldurskomplexa,“ segir hann og hlær.

„En þetta var bara mómentið mitt, þarna gerðist eitthvað. Það sprakk út og ég kýldi á þetta og fann eitthvað hugrekki til að gera þetta. Ég held að hlutirnir eigi að fara eins og þeir fara.“

Það hefur gengið vonum framar og stefnir hann að halda fleiri sýningar á næsta ári, miða má skoða á Tix.is. Í þættinum fer hann um víðan völl, talar um lífið fyrir uppistandið, föðurhlutverkið og hvernig það hafi verið að alast upp með þekkta prestforeldra, en móðir hans er Séra Jóna Hrönn Bolladóttir og faðir hans er Séra Bjarni Karlsson. Horfðu á þáttinn hér að ofan eða hlustaðu með því að smella á hlekkina ofar í greininni.

Fylgstu með Bolla á Instagram og Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir
Hide picture