fbpx
Fimmtudagur 07.nóvember 2024
Fókus

Innflytjandi á Reyðarfirði keppti í stefnumótaþætti – „Ég hef ekki farið á stefnumót í langan tíma“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 13. desember 2023 11:30

Eitthvað vantaði á milli Agnieszku og Ireneusz. Myndir/skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pólskur maður að nafni Ireneusz, sem er búsettur á Reyðarfirði, tók þátt í stefnumótaþætti í pólsku sjónvarpi fyrir skemmstu. Hann hlaut hins vegar ekki náð fyrir augum Agnieszku, sem gat valið úr sex vonbiðlum.

Það var Austurfrétt sem greindi fyrst frá þátttöku Ireneusz í þættinum, sem kallast „Bóndi vill kvongast“.

Einmana

Ireneusz hefur verið búsettur á Íslandi í fjögur ár. Í þættinum greindi hann hins vegar frá því að hann væri til í að flytja frá Íslandi ef hann myndi finna ástina í Póllandi.

Ireneusz sagðist tilbúinn að flytja frá Íslandi ef hann myndi finna ástina.

„Ég hef ekki farið á stefnumót í langan tíma. Um tíma hætti ég að leita. Ég þvinga mig ekki til neins því það er ekki til neins,“ sagði Ireneusz við hina fertugu hestakonu Agnieszku í þættinum. Viðurkenndi hann að það væri mjög stressandi fyrir hann að koma fram í þættinum. Einnig að hann væri einmana.

Irenusz er 47 ára gamall, 172 sentimetrar á hæð og hefur áhuga á mótorhjólum og teikningu. Sagðist hann meta húmor kvenna, útsjónarsemi og skilning í garð annarra. Virðing fyrir fólki væri lykilatriði. Þegar kemur að útliti sagðist hann vera meira fyrir konur með dökkt hár.

Vantaði neistann

Agnieszka sagðist njóta þess að tala við Irenusz. Hann væri þroskaður, lífsreyndur og svalur gaur sem vissi hvað hann vildi.

Hins vegar kom það á daginn að Irenusz hafði ekki sagt frá því að hann hefði áður tekið þátt í stefnumótaþætti. Taldi hún hann því líklegan til þess að geyma fleiri leyndarmál. Einnig að það hefði vantað eitthvað á milli þeirra.

Agnieszka gat valið úr sex vonbiðlum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ljúf lesning fyrir ljóðaunnendur

Ljúf lesning fyrir ljóðaunnendur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Matt LeBlanc spottaður í nýju dularfullu vinnunni eftir að hafa sagt skilið við Hollywood

Matt LeBlanc spottaður í nýju dularfullu vinnunni eftir að hafa sagt skilið við Hollywood
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Þetta er náttúrulega eins og maður sé að mæta á hóruhús“

„Þetta er náttúrulega eins og maður sé að mæta á hóruhús“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Allt fór á hliðina um helgina þegar Lína Birgitta var sökuð um að herma eftir íslensku merki: „Það sem ég ætla að gera núna er að sýna ykkur staðreyndir“

Allt fór á hliðina um helgina þegar Lína Birgitta var sökuð um að herma eftir íslensku merki: „Það sem ég ætla að gera núna er að sýna ykkur staðreyndir“