fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Segir „heilaga löðrunginn“ hafa bjargað hjónabandinu

Fókus
Mánudaginn 11. desember 2023 18:30

Will og Jada Pinkett Smith

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska leikkonan Jada Pinkett Smith heldur því fram að hinn heimsfrægi löðrungur sem eiginmaður hennar Will Smith rak grínistanum Chris Rock, á Óskarsverðlaunahátíðinni 2022, hafi bjargað hjónabandi þeirra.

Þetta kemur fram í umfjöllun Independent sem vitnar í viðtal sem Jada veitti tímaritinu You.

Þar er haft eftir henni:

„Það munaði litlu að ég yrði ekki viðstödd Óskarsverðlaunahátíðina þetta ár en ég er fegin að ég gerði það. Ég kalla þetta heilaga löðrunginn núna af því hann hafði svo margar jákvæðar afleiðingar.“

Eins og kunnugt er gekk Will Smith upp á svið á hátíðinni og rak Chris Rock löðrung eftir að hann gerði grín að rökuðu höfði eiginkonu hans en hún er haldin sjálofnæmissjúkdómnum alopecia sem veldur m.a. hárlosi.

Hún segir í viðtalinu að þegar fjandinn verði laus eins og gerðist eftir löðrunginn sjái maður virkilega hvar maður sé staddur í lífinu:

„Eftir öll þessi ár þar sem ég var að reyna að komast að niðurstöðu um hvort ég myndi segja skilið við Will þá var það löðrungurinn sem varð til þess að ég uppgötvaði að ég mun aldrei fara frá honum. Hver veit hvar samband okkar væri statt ef þetta hefði ekki gerst.“

Hjónin hafa ekki búið saman síðan 2016 en Jada Pinkett Smith opinberaði það ekki fyrr en í október síðastliðnum. Þau hafa hins vegar verið gift síðan 1997 og veita hvoru öðru enn stuðning opinberlega og tala enn vel hvort um annað. Jada hefur einnig sagt að þau sé skilin að borði og sæng en muni samt verða saman að eilífu.

Miklar sögusagnir hafa gengið undanfarin ár um að Jada og Will séu í opnu hjónabandi og hún er sögð hafa átt í sambandi við söngvarann August Alcina.

Hún neitar því að hjónabandið sé opið og skrifaði á Facebook-síðu sína að hún og Will hafi bæði frelsi til að gera það sem þau vilji af því að þau treysti hvort öðru. Það þýði ekki að sambandið sé opið heldur að um sé að ræða samband tveggja fullorðinna einstaklinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024