fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Kleini sneri aftur á samfélagsmiðla með svakalegt myndband – Kom Hafdísi rækilega á óvart með risajólagjöf

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 11. desember 2023 12:37

Hafdís Björg hæstánægð með nýja bílinn. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Kristján Einar Sigurbjörnsson kom unnustu sinni, Hafdísi Björg Kristjánsdóttur, heldur betur á óvart.

Hafdís hefur verið vel þekkt í fitnessheiminum um árabil og nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum. Hún er eigandi líkamsmeðferðarstofunnar Virago. Þau hafa verið saman í tæpt ár og greindu frá því í ágúst að þau væru trúlofuð.

Kristján Einar birti myndband á TikTok rétt í þessu en færslan markar hálfgerða endurkomu hans á samfélagsmiðla. Síðastliðna fimm mánuði hefur hann verið í pásu til að sinna framtíðaráformun sínum.

„Til þess að ná sínum markmiðum og koma sér á þann stað sem manni dreymir um þá má ekkert trufla hugann,“ sagði hann á sínum tíma og sagði að hann hafi áður eytt um tveimur til þremur tímum á dag á samfélagsmiðlum.

Hann hafi því ákveðið að skrá sig út af Instagram og einbeita sér að vinna í átt að draumnum.

„Ertu að gefa mér Porsche?!“

Það virðist hafa gengið vel hjá honum en þetta var engin smá jólagjöf sem hann gaf Hafdísi. Hann kom henni á óvart með Porsche bifreið.

„Kleinukrækir kom snemma til byggða,“ skrifaði hann með myndbandinu þar sem má sjá hann fyrst gefa Hafdísi Crocs-skó en síðan snúa henni við þar sem glæsibifreiðin blasir við henni. Það er óhætt að segja að hún hafi verið hissa. „Ertu að gefa mér Porsche?!“ spurði hún.

Horfðu á myndbandið hér að neðan.

@kleininn 🎅KLEINUKRÆKIR KOM SNEMMA TIL BYGGÐA🎅 #jólasveinn #porsche #verðiþéraðgóðu #gjöf #kleini #gefur #gjafir #jóláfjórum #crocks #no #socks #wifeymaterial ♬ original sound – KLEINI

„Fjandi stutt í það“

DV sló þráðinn til Kristjáns og spurði hvort hann væri kominn aftur til að vera á samfélagsmiðlum.

„Mér hefur gengið vel í þeim markmiðum og verkefnum sem ég setti mér fyrir hendur á þessum síðustu fimm mánuðum, ótrúlegt hverju hægt er að áorka þegar sett er í réttann gír og harkað í átt að því sem maður vill frá lífinu. En varðandi samfélagsmiðla þá er ég langt kominn en ég þarf fókusinn örlítið lengur til að fullkomna allt! Svo.. Ég er ekki kominn aftur á samfélagsmiðla en það er fjandi stutt í það,“ sagði hann.

Þegar að því kemur að hann snýr til baka verður hægt að fylgjast með honum á Instagram og TikTok.

Hafdís Björg hæstánægð með nýja bílinn. Mynd/Instagram
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragna á von á barni

Ragna á von á barni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“