fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
Fókus

Fyndið, skemmtilegt og þrælspennandi gamanævintýri

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 11. desember 2023 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Æsispennandi og kostuleg ævintýri borgarrefanna og systkinanna Nönnu og Tedda halda hér áfram. Nú búa þau í Rumpuskógi og óvæntur gestur birtist. Þetta er einkar reffilegur refur en er hann með hættulegar áætlanir á prjónunum?

Sprenghlægileg og spennandi bók, sem er skemmtilega myndlýst af höfundi. Rumpuskógur: látum feldi fljúga eftir Nadiu Shireen er önnur bók í geysivinsælli ritröð um rebbasystkinin Tedda og Nönnu, fyrsta bókin, Rumpuskógur, kom út árið 2022.

Nú eru Teddi og Nanna búin að koma sér vel fyrir í Rumpuskógi og lífið leikur við þau og öll hin dýrin í skóginum. Dag einn kemur óvæntur gestur í heimsókn, það er refurinn mikli hann Skröggur skrens, borgarstjóri Glitskógar. Skröggur segist eiga tilkall til Rumpuskógar og ætli sér að taka stjórnina. Tekst honum það ætlunarverk? Ekki getur það verið auðvelt þegar Nanna, Teddi og allir vinirnir snúa bökum saman og verja Rumpuskóginn sinn kæra.

Rumpuskógur: látum feldi fljúga er ótrúlega fyndið, skemmtilegt og þrælspennandi gamanævintýri sem gefur lesandanum stórkostlega lestrarupplifun. Myndlýsingar höfundar endurspegla húmorinn, spennuna og gleðina í textanum. Nadia Shireen er breskur barnabókarithöfundur og myndhöfundur. Hún hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda og er afar vinsæl meðal ungra lesenda sinna. Rumpuskógur: látum feldi fljúga er ellefta bók höfundar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Háklassa vændiskona um dökku hliðar bransans – „Myndi aldrei mæla með starfinu“

Háklassa vændiskona um dökku hliðar bransans – „Myndi aldrei mæla með starfinu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karen segir enga hljómsveit hafa gert íslenskunni jafn mikið gagn – „Þetta er þjóðarauður“

Karen segir enga hljómsveit hafa gert íslenskunni jafn mikið gagn – „Þetta er þjóðarauður“