Leikkonan geðþekka hefur ekki látið ýkja mikið fyrir sér fara í Hollywood síðan síðasti þátturinn fór í loftið árið 2002. Hún lék þó í þáttunum Brothers & Sisters á árunum 2006 til 2011 og svo í þáttunum Supergirl.
Leikkonan hefur undanfarna mánuði verið við tökur á nýjum þáttum sem bera heitið Feud, en þættirnir byggja á sannsögulegum atburðum og segja frá þekktum deilum frægra einstaklinga í gegnum söguna.
Í þessari seríu fylgjumst við með bandaríska rithöfundinum Truman Capote og sambandi hans við nokkrar valdamiklar konur, þar á meðal yfirstéttarkonuna Lee Radziwill sem Calista leikur.
Nýlega birtust myndir af leikkonunni í hlutverki Radziwill og er óhætt að segja að hún sé nokkuð ólík sjálfri sér.
Þættirnir Feud: Capote Vs The Swans verða frumsýndir í febrúar næstkomandi.