fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fókus

Nú er að hægt að gista heima hjá Jólasveininum

Fókus
Sunnudaginn 10. desember 2023 10:30

Þorp Jólasveinsins í Rovaniemi í Finnlandi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímarit Smithsonian-stofnunarinnar greinir frá því að Airbnb muni veita einni heppinni fjölskyldu tækifæri til að gista í 3 nætur, fyrir komandi jól, í bústað Jólasveinsins í Rovaniemi í Lapplandi í Norður-Finnlandi. Mun fjölskyldan aðstoða sveinka við ýmis verkefni eins og til dæmis að fara í gegnum allt það ógrynni af pósti sem berst til hans.

Rovaniemi kallar sig heimabæ Jólasveinsins en fleiri bæir í heiminum gera tilkall til þessarar nafnbótar þar á meðal er North Pole í Alaska.

Heimili Jólasveinsins í Rovaniemi er staðsett við hliðina á pósthúsi hans en eins og áður sagði verður ætlast til að sú fjölskylda sem fær gistinguna hjálpi aðstoðarálfum sveinka að fara í gegnum póstinn en reiknað er með að pósthúsinu berist 30.000 bréf á hverjum degi nú fyrir jólin.

Gestirnir eiga meðal annars að tæma póstkassa og stimpla bréf með sérstökum póststimpli sem er merktur heimskautsbaug (e. Artic Circle postmark). Í lok hvers dags fá gestir hefðbundnar finnskar máltíðir og geta rúntað á snjósleðum, skoðað norðurljósin og slakað á í sánu.

Bústaður Jólasveinsins verður skreyttur með munum sem búnir eru til í Lapplandi þar á meðal eru handofin teppi. Þar verður svefnpláss fyrir tvo fullorðna og tvö börn, í tvíbreiðu rúmi og koju.

Opnað verður fyrir bókanir í fyrramálið klukkan 10 að íslenskum tíma en dvölin mun standa yfir frá 18.-21. desember næstkomandi. Morgunverður og kvöldverður eru innifaldir í gistingunni. Gistingin sjálf er gestunum að kostnaðarlausu og það sama gildir um flug frá Heathrow-flugvelli í London til Rovaniemi. Flug til Heathrow verða gestir hins vegar að greiða sjálfir fyrir.

Meðal skilyrða til að hreppa hnossið er að vera með virkan prófíl á Airbnb og góða viðskiptasögu þar. Börnin verða að vera 5 ára eða eldri. Ljóst er að margar fjölskyldur munu vera áhugasamar um að sækja Jólasveininn heim en aðeins ein fjölskylda fær gistinguna og eins og áður segir verður að hámarki tekið við 4 gestum. Airbnb tekur sérstaklega fram að ekki sé um keppni að ræða en þess er ekki getið hvort að sá aðili sem uppfyllir öll skilyrði fyrirtækisins og verður fyrstur til að ganga frá bókuninni, fyrir sig og fjölskyldu sína, fær gistinguna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Eygló byrjaði að stunda sjálfsskaða sem barn – „Ég festist alveg í þessu og þetta varð bara verra og verra“

Eygló byrjaði að stunda sjálfsskaða sem barn – „Ég festist alveg í þessu og þetta varð bara verra og verra“
Fókus
Fyrir 3 dögum

María hlustaði á hjartað og flutti í þorp fjölskyldunnar á Spáni – „Maður þarf að þora að taka áhættu“

María hlustaði á hjartað og flutti í þorp fjölskyldunnar á Spáni – „Maður þarf að þora að taka áhættu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ólétt örfáum vikum eftir að hafa ættleitt ungan dreng

Ólétt örfáum vikum eftir að hafa ættleitt ungan dreng
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslenska húsið í vinsælustu jólamynd Hallmark í ár er til sölu

Íslenska húsið í vinsælustu jólamynd Hallmark í ár er til sölu