fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Fókus

Jólagleði í Garðabæ – Leikskólabörnin kveiktu jólaljósin á Garðatorgi

Fókus
Föstudaginn 1. desember 2023 14:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með samstilltu átaki Almars Guðmundssonar, bæjarstjóra í Garðabæ, og leikskólabarna í bænum voru ljósin á jólatrénu á Garðatorgi tendruð nú rétt eftir hádegið.

Spennan í loftinu var mikil í fallegu veðrinu á fyrsta degi jólamánaðarins þegar börn úr leikskólum bæjarins söfnuðust saman fyrir framan jólatréð, sem árlega er ljósum prýtt fyrir framan bæjarskrifstofurnar á Garðatorgi allan desember og fram á nýtt ár. Hefð er komin á það að börn úr leikskólum bæjarins eru í aðalhlutverki þegar kveikt er á ljósunum á trénu.

Þegar Almar bæjarstjóri fékk börnin í lið með sér og allir lyftu höndum í einu gerðist það – ljósin kviknuðu við mikil fagnaðarlæti á Garðatorgi. Ekki kárnaði gamanið þegar jólasveinar tveir örkuðu inn á torgið, tóku völdin af bæjarstjóranum, og hófu upp raust sína og skemmtu viðstöddum með gamanmálum og söng þangað til pokinn góði var opnaður, með aðstoð bæjarstjóra (fyrrverandi og tilvonandi á þeim tíma að sögn jólasveinanna) og fleira góðs fólks.

Nú er Almar væntanlega aftur tekinn við völdum í Garðabæ, jólasveinarnir að undirbúa heimsóknir til fleiri barna, og óhætt er að segja að jólamánuðurinn byrji vel í Garðabæ.

Jólasveinar
play-sharp-fill

Jólasveinar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Nýtt lag frá KALEO
Fókus
Í gær

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist
Fókus
Í gær

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu
Fókus
Í gær

Dagur hefur ítrekað greitt fyrir bensín án þess að dæla því – „Lét N1 hafa 10 þúsund kall í morgun og fór svo bara“

Dagur hefur ítrekað greitt fyrir bensín án þess að dæla því – „Lét N1 hafa 10 þúsund kall í morgun og fór svo bara“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gerði upp skilnaðinn við Jóa Fel með hugvíkkandi efnum – „Traustið var auðvitað löngu farið“

Gerði upp skilnaðinn við Jóa Fel með hugvíkkandi efnum – „Traustið var auðvitað löngu farið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnar Freyr læknir: „Allir þessir sjúkdómar verða verri ef svefninn er ekki í lagi“

Ragnar Freyr læknir: „Allir þessir sjúkdómar verða verri ef svefninn er ekki í lagi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Foreldrar Biöncu Censori eru með óhugnanlega kenningu um klúr uppátæki Kanye

Foreldrar Biöncu Censori eru með óhugnanlega kenningu um klúr uppátæki Kanye
Hide picture