fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Mikil óánægja með verðhækkun Disney Plus – „Áskrift sagt upp, bless“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 9. desember 2023 20:00

Disney Plus hækka nú verðið í annað sinn síðan streymisveitan kom til Íslands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir notendur streymisveitunnar Disney Plus hafa lýst yfir reiði sinni vegna nýlegrar breytingar og verðhækkunnar. Einnig hafa margir sagt upp áskrift sinni.

Dagblaðið Liverpool Echo greinir frá þessu.

Mánaðaráskrift hefur hingað til kostað um 1.400 krónur eða 14 þúsund ef borgað er fyrir allt árið. Þessi áskrift gaf möguleikann á að hlaða niður efni, horfa í fjórum skjátækjum og horfa í tækjum sem styðja 4K Ultra HD með HDR og Dolby Atmos mynd og hljóðgæði.

Nú hefur þessu verið breytt, þannig að þeir sem borga þetta verð geta nú aðeins horft á tveimur tækjum.

Hægt er að fara í áskriftarleið með auglýsingum. Hún kostar tæplega 900 krónur á mánuði. Hins vegar er ekki hægt að hlaða niður efni í henni og ekki hægt að borga fyrir heilt ár á afslætti.

Þeir sem voru áður í venjulegu áskriftarleiðinni hafa hins vegar verið færðir yfir í nýja leið, premium. Hún kostar rúmlega 1.900 krónur eða rúmlega 19.300 krónur fyrir árið.

Reiði notenda

Samkvæmt dagblaðinu hafa margir hellt úr skálum reiði sinnar vegna þessarar hækkunar og að hafa verið sjálfkrafa færðir yfir í dýrari áskriftarleið.

„Ég mun ekki horfa neitt meira á Disney, það er alveg ljóst. Ég fékk tölvupóst um verðhækkunina. Áskrift sagt upp, bless,“ sagði einn fyrrverandi áskrifandi á samfélagsmiðlum.

„Disney Plus er að hækka áskriftina hjá sér. Ég hef aldrei sagt neinni áskrift jafn hratt upp,“ sagði annar.

Einnig er greint frá því að Disney Plus hyggjast fara í átak á næsta ári til að koma í veg fyrir að notendur deili lykilorðum. Það er að fólk sem ekki deilir heimili með þeim sem borgar fyrir áskriftina verði sparkað af streymisveitunni. Streymisveitan Netflix hefur hafið sams konar átak.

Hækkaði um þriðjung í fyrra

Disney Plus hefur verið í boði fyrir Íslendinga síðan árið 2020. Síðan þá hefur veriðið verið hækkað ansi stíft.

Framan af kostaði áskriftin í kringum 1.000 til 1.100 krónur en var hækkuð um rúman þriðjung um haustið 2022.

Disney Plus hefur í dag 150 milljón áskrifendur, 224 milljónir ef taldir eru með áskrifendur systurstöðvanna Hulu og ESPN Plus.

Netflix er enn þá stærsta streymisveitan með 250 milljón áskrifendur og Amazon Prime hefur 205 milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið

Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“