fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Hlín söng á stórtónleikum til heiðurs Mariu Callas

Fókus
Föstudaginn 8. desember 2023 14:22

Hlín Leifsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmtudagskvöldið 30. nóvember síðastaliðinn steig íslensk söngkona á stórt svið í Aþenu er hún söng á afmælishátíð UNESCO til heiðurs söngkonunni Maria Callas, en hún á aldar afmæli um þessar mundir. Söngkonan heitir Hlín Leifsdóttir. Hún hefur undanfarin ár verið búsett í Grikklandi og sinnt þar jöfnum höndum sönglist og skrifum.

„Síđan ég byrjađi ađ syngja hérna í Grikklandi hef ég leikiđ í söngleikjum, sungiđ í óperuuppfærslum, á tónleikum og á ýmis konar viđburđum. Einnig hef ég nokkrum sinnum sungiđ á grískum sjónvarpsstöđvum. Nýlega var ég valin til ađ syngja ásamt þremur velþekktum grískum óperusöngvurum á viđburđi á vegum Unesco til heiðurs Maríu Callas, frægustu grísku söngkonunni sem er af mörgum talin mesta söngkona allra tíma, í tilefni af því ađ hundrađ ár eru liđin frá fæđingu hennar, sem er auđvitađ mjög mikill heiđur fyrir mig, ekki síður því hún á víst ekki svona stór afmæli næstu hundruð árin, en það er mjög óvenjulegt að útlendingur sé valinn til að taka þátt í svona viðburði. Maria Callas er að sjálfsögðu uppáhalds söngkonan mín,“ segir Hlín í samtali við DV, en framundan eru aðrir stórtónleikar hjá Hlín:

„Næstu tónleikar verđa eftir nokkra daga, tólfta desember, í borgarleikhúsi Píraeusar, sem er eitt helsta leikhús Aþenu, en þar mun ég syngja aríur og ljóđ eftir tónskáldiđ Panagiotis Karousos en ég er um þessar mundir að taka þátt í röð uppfærslna víða um borgina á óperu eftir hann sem samin er viđ texta Iliónskviđu Hómers. Óperan verður flutt í tónleikasölum, leikhúsum, en við byrjum í skólunum sem hluta af menntunarátaki í samstarfi við borgina.

Hlín og baritónsöngvarinn Petros Salatas.

Þađ snertir mig mikiđ ađ fá einnig ađ taka þátt í þeim hluta verkefnisins því ég veit ađ mörg börn og ungmenni fara á mis viđ ađ kynnast þessu listformi, sem ætti ađ vera sjálfsögð mannréttindi óháđ efnahag. Öll listform eiga að vera sameign mannkynsins og aðgangur að þeim á að vera sjálfsögð mannréttindi. Forngrikkir vissu þetta betur en viđ og því var litiđ á leikhúsin sem nauðsynleg andlegri heilsu fólks og passađ upp á ađ allir gætu notið þess besta sem leikhúsin hefðu upp á ađ bjóða. Annað var álitið hættulegt samfélaginu og geðheilsu fólks og grísku heimspekingarnir ræddu þetta atriði mikið sín á milli.“

Á næsta ári mun Hlín syngja í óperu Karousos sem er samin við forngríska leikritið Prómeþeus eftir Æskýlos. Fjölmörg önnur spennandi verkefni eru framundan hjá henni, en Hlín fæst líka við ritstörf og ýmis blönduð listform og er í virku samstarfi við gríska listamenn:

„Í mínum huga er þađ ađ syngja og skrifa eiginlega þađ sama. Þetta snýst mikiđ um leitina ađ röddinni manns og þetta er ein og sama röddin í mismunandi formum, enda telja menn ađ ljóđ hafi upprunalega ávallt veriđ sungin. Menn reyndu ađ syngja regniđ niđur af himninum og „syngja friđ á jörđ“ eins og í ljóđinu sem allir Íslendingar þekkja, og þađ má jú alltaf reyna. Allavega gerir listin heiminn ennþá betri þegar veđriđ er gott og bærilegri þegar vitfirringin eykst í veröldinni.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram