fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

Taylor Swift segir Kim Kardashian til syndanna – „Ég flutti til annars lands og fór ekki út úr húsi í ár“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 7. desember 2023 08:58

Kim Kardashian var gift Kanye West á þessum tíma. Myndir/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift hefur komið raunveruleikastjörnunni Kim Kardashian í vandræði fyrir það sem Kim gerði henni árið 2016. Hingað til hefur söngkonan kosið að tjá sig ekki um málið en nú segir hún henni til syndanna. Aragrúi netverja hafa skrifað athugasemdir við samfélagsmiðlafærslur Kim og krefjast svara frá henni, en raunveruleikastjarnan hefur aldrei beðist afsökunar á málinu.

Taylor Swift ræðir þetta í viðtali hjá Time, en hún var útnefnd manneskja ársins hjá tímaritinu á dögunum. Þetta er í fyrsta skipti í 96 ára sögu Time á vali á manneskju ársins sem einstaklingur úr skemmtanaiðnaðinum er einn útnefndur. Tónlistarmaðurinn Bono var í hópi nokkurra einstaklinga sem valdir voru árið 2005.

Sjá einnig: Taylor Swift er manneskja ársins hjá Time

Hún fer um víðan völl í viðtalinu en eitt af því sem hefur vakið hvað mesta athygli er að hún tjáir sig loksins um ósætti hennar og raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian og rapparans Kanye West.

Árið 2016 birti Kim, sem var þá gift Kanye, upptöku af símtali milli Taylor og Kanye þar sem þau virtust ræða lagið hans, „Famous.“

Í laginu rappar hann: „I feel like me and Taylor might still have sex. Why? I made that bitch famous (Goddamn)“

Þegar lagið kom út lýsti Taylor yfir óánægju um hvernig nafn hennar hafi verið notað í laginu og samhenginu sem það var notað í. Kanye hélt því fram að Taylor hafi samþykkt textann fyrirfram en Taylor neitaði. Í kjölfarið birti Kim upptöku af símtali milli Taylor og Kanye þar sem söngkonan virtist gefa textanum blessun sína. Fjórum árum síðar lak upptaka af símtalinu í heild sinni á netið sem staðfesti frásögn Taylor og sýndi að Kim hafi átt við upptökuna.

En á þeim tíma sem Kim birti upptökuna, árið 2016, fékk Taylor mjög mikla og slæma athygli, hún var harðlega gagnrýnd og farið ljótum orðum um hana á samfélagsmiðlum.

„Það var haft mikið fyrir því að koma sök á mig með ólöglega hljóðrituðu símtali sem Kim Kardashian breytti og deildi síðan á netinu til að segja öllum að ég sé lygari,“ segir Taylor Swift..

„Þetta hafði sálfræðileg áhrif á mig, ég fann mig á stað sem ég hafði aldrei verið á áður. Ég flutti til annars lands, ég fór ekki úr leiguhúsnæðinu í ár. Ég var hrædd að svara í símann, ég ýtti flestum í lífi mínu frá mér því ég treysti engum. Ég fór langt niður, svo langt.“

Taylor segir að henni hafi liðið eins og ferill hennar væri á enda. „Ekki gera nein mistök, ferillinn minn var tekinn frá mér.“

Fjöldi miðla vestanhafs hafa fjallað um málið og reynt að fá viðbrögð frá Kim Kardashian, sem hefur hingað til ekki tjáð sig um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona geturðu skoðað Reykjavík í þrívídd

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona geturðu skoðað Reykjavík í þrívídd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gerard Butler ofkældist við tökur á Íslandi

Gerard Butler ofkældist við tökur á Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjasta vendingin í stóra Hollywood-dramanu – Disney dregið inn í málið út af þessari persónu í Deadpool-myndinni

Nýjasta vendingin í stóra Hollywood-dramanu – Disney dregið inn í málið út af þessari persónu í Deadpool-myndinni