fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fókus

Edda ætlar að læra fram í rauðan dauðann – „Hún er svo happý þetta helvíti“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 7. desember 2023 17:30

Edda Björgvinsdóttir Mynd: Skjáskot YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edda Björgvinsdóttir leikkona varð 71 árs nú í september, en hún er langt því frá sest í helgan stein, hvorki vinnulega né námslega. Eddu þekkjum við best sem eina af ástsælustu leikkonum þjóðarinnar, en hún er einnig vinsæll fyrirlesari og kennari. Hún er líka einstaklega námsfús og hefur á síðustu árum útskrifast úr menningarstjórnun, jákvæðri sálfræði, sálgæslu og flugfreyjunámi. Núna leggur hún svo stund á jógakennaranám. 

Í nýlegu myndbandi frá Endurmenntun Háskóla Íslands ræðir Edda um gildi þess að læra fram í rauðan dauðann. „Það er ekki bara mikilvægt fyrir þjóðfélagið að við nýtumst og nýtum allt sem við höfum til að bera, heldur er þetta bara virkilega grunnurinn að hamingju okkar. Og eins og ég er búin að læra með því að vera sífellt að mennta mig, þá er hamingjan meðal annars byggð á því að vera alltaf að fylgjast með og vera alltaf að endurnýja sig,“ segir Edda.

Mynd: Skjáskot YouTube

„Fyrir utan hefðbundna menntun þá fór ég að endurmennta mig, fyrst á Bifröst í menningarstjórnun, tók þar meistaranám og meistararitgerðin mín fjallaði um húmor í stjórnun og þá fór ég að halda fyrirlestra um það og fræða fólk. Svo auglýsti Endurmenntun diplómanám á mastersstigi í jákvæðri sálfræði og ég hugsaði að það hlyti að vera fyrir mig. Svo algjörlega hin hliðin á þessu lífi okkar þá fór ég svo að læra allt um sorg, sorgarferli, áföll, áfallafræði, fór semsagt í sálgæslunámið og ég ætla ekki einu sinni að tala um að auðvitað lærði ég að verða flugfreyja einhvers staðar í millitiðinni.

Þegar ég sit ekki yfir skólabókunum þá er ég í sjósundi og gönguferðum og jógatímum. Já er einmitt að læra að verða jógakennari. Og þetta er búið að slíta barnsskónum þannig að ykkur er engin vorkunn, byrjið að læra, það skiptir öllu máli.“

Edda lauk sálgæslunámi síðasta vor, og er núna að læra jógakennarann. „Aðallega til að aga sjálfa mig og stunda þetta, ég finn að þetta gerir mér ótrúlega gott. Það er ótrúlega margt í boði, það er svo margt sem þið getið gert.“

Edda hefur nýtt sér námið, fyrir sig og í störfum sínum, og hefur haldið námskeið og fyrirlestra í háskólum, á vinnustöðum, hjá félagasamtökum og víðar um húmor og hamingju á vinnustað, húmor í stjórnun og styrkleikaþjálfun. „Svo er ég rétt um það bil að taka upp þessi námskeið þar sem ég ætla að bjóða upp á Húmor og harmur. Svo hef ég kennt tjáningu, tækni leikarans, svo er ég mjög spennt að takast á við allt það sem nýtist mér, sálgæslunámið, áföllin, áfallafræðin, sorgin og það allt. Ég er að kenna námskeiðið Hætt að vinna farin að leika. Svo er ég út um allt að tala um áhugamál og alltaf er það þetta, við erum að víkka okkur, við þurfum að finna hamingju í grunninn af því þá nýtumst við svo vel.“

Húmor gott samskiptatæki

Edda spyr af hverju við ættum að huga að húmor sem er dauðans alvara? „Af því að þar sem við nýtum hann sem samskiptatæki á jákvæðan hátt, ekki með að niðurlægja fólk og vera með andstyggð, heldur sem samskiptatæki, þá minnkar streita mikið og orkan okkar eykst, starfsorkan og lífsorkan og það eru aukin lífsgæði, starfsánægja ef við erum enn í starfi, lausnir verða auðveldari í erfiðum samskiptum og hamingjuaukning,“ segir Edda.

„Húmor getur verið allavega, hláturvaki sem er frábært, heilun, það að vinna úr erfiðri lífsreynslu þá er húmor svo gott heilunartæki, flótti, fólk sem ætlar ekki að takast á við erfiða hluti sem þarf að tala um, húmor getur verið gott vopn, hann styrkir ónæmiskerfið, húmor er jákvæður, nærandi og sameinandi og tengslamyndandi, húmor er grunnurinn að hamingju.“

Edda segir ekki á orðfæri allra að tala um hamingju og hvort þeir séu hamingjusamir. „Við nýtumst miklu betur, því hamingjusamari sem við erum því betur nýtumst við, við Íslendingar erum alltaf í þremur efstu sætunum yfir hamingjusömustu þjóðir í heimi. Við erum orkumeiri ef við erum hamingjusöm, við erum skarpari, við leysum mál betur, við erum meira skapandi og við erum jákvæðari, og ónæmiskerfið styrkist. Þurfið þið fleiri ástæður?

Einn grunnur hamingjunnar eru tengsl við aðra manneskju, ef það er eitthvað sem veitir manni innihaldsrík og gefandi tengsl þá er það að fara og læra eitthvað, hitta aðra, vera með öðrum manneskjum, skora sig á hólm í hópi, það er dásamlegasta leiðin til þess að auka hamingju til þess að nýtast betur.“

Engin Pollýönnufræði

Edda fer yfir verkefni jákvæðrar sálfræði og segir marga telja hana Pollýönnufræði og markleysu. „Það er mikil dýpt á bak við þetta og búið að rannsaka mikið. Þetta eru vísindi um hvernig eigi að lifa eftirsóknarverðu lífi og rannsóknir um það sem fólk er að gera rétt í lífinu. Fólk sem er að auðga líf sitt, hvernig er það að gera það? Hvað gerir lífið þess virði að lifa því? Tilgangur þessara hamingjufræða er að breikka okkar virknisvið og hugsunarsvið, það er að byggja upp persónulega styrkleika og hverjar eru hagnýtu afleiðingarnar. Það eru færri fordómar, virkni heilans er betri, heildræn skapandi hugsun, aukið sjálfstraust, bætt viðhorf til náms og starfs, sterkara ónæmiskerfi og lengra líf,“ segir Edda.

Mynd: Skjáskot YouTube

Hún segir að það sé alltaf verið að segja okkur að ef við viljum vera hraust og heilbrigð andlega og líkamlega þá skulum við huga að tengslum, endurmenntun, hamingju. 

„Hún er svo happý þetta helvíti“

Edda segir stutt síðan við börðumst um síðasta kjötbitann og því eru uppi efasemdaraddir um þetta hamingjukjaftæði. „Það er ekki langt síðan við fórum að rannsaka og leggja áherslu á hamingjuna. Það er mikilvægt fyrir velferð okkar að láta okkur líða betur, að auka velsæld okkar, áhuga fyrir lífinu, taka þátt, vera hluti af einhverju áhugaverðu. Sjálfstraust okkar og samkennd, og kjarninn í uppbyggilegri virkni í samfélaginu er að maður hefur áhrif á umhverfi sitt og öðlast stjórn á lífinu og lífið hefur tilgang. Náin tilfinningaleg tengsl við einhverja sem skipta máli í lífinu eru gríðarlega mikilvæg fyrir lífshamingjuna.“

„Þetta hefur oft verið sagt um mig af því ég er alvörulaus dálítið, fiðrildi, hlakka alltaf til. Hlýt þá að vera frekar illa gefin og menningarleg viðrini kannski,“ segir Edda og rifjar upp skemmtilega setningu úr leikriti sem hún segir í miklu uppáhaldi hjá sér. „Ég hvet ykkur til að vera nógu helvíti happý.“

Mynd: Skjáskot YouTube
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?
Fókus
Í gær

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“