fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Sunneva hissa eftir samskipti við flugvallastarfsmann – „Ég veit ekki hvort ég rændi búðina eða hún var að fokka í mér“

Fókus
Miðvikudaginn 6. desember 2023 09:23

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Sunneva Einarsdóttir var að ferðast frá París til Manchester og leyfði áhugasömum að fylgjast með ævintýrum hennar á flugvellinum. Hún birti myndband á TikTok sem hefur slegið í gegn og fengið rúmlega 22 þúsund í áhorf, en Sunneva nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum, með yfir 33 þúsund fylgjendur á TikTok og 57 þúsund á Instagram.

Hún var í París til að fagna afmæli vinkonu hennar, Hildar Sifjar Hauksdóttur og er nú komin til Manchester til að fara á fótboltaleik með vinkonu sinni, Birtu Líf Ólafsdóttur, á vegum Betson. Þær halda saman úti vinsæla hlaðvarpinu Teboðið.

Sjá einnig: Skvísustælar í afmælisdjammi Hildar í París

„Ég er hérna mætt á flugvöllinn í París, ég var í skvísuferð en er núna mætt ein upp á flugvöll því ég er að fara til Manchester […] ég ætla að hitta Birtu þar, en við erum að fara á fótboltaspil í boði Betson. Við erum ekkert eðlilega spenntar,“ sagði Sunneva.

Hún sýndi frá leit sinni að góðu kaffi, makkarónukaupum og sagði frá skondnum samskiptum hennar og starfsmanns á flugvellinum.

„Sjúklega fyndið, ég var að skoða snyrtivörur og það labbaði starfsmaður upp að mér og var að spyrja mig út í gallann minn,“ segir hún og bætir við að umræddi galli sé frá merkinu Lululemon.

„Hún var að spyrja hvort það sé þannig búð í París og ég sagði henni það, og hún var að spyrja í hvaða stærð ég er í öllu og spurði hvort hún mætti snerta og var að toga í gallann og svona, allt í góðu. Svo var ég að fara og hún sagði: „No, no, I give you gift.“ Hún gaf mér MAC varalit og MAC dagkrem og mér leið eins og ég væri að stela, [hún sagði mér að setja þetta í veskið mitt.] Og ég bara: Má ég það? Þannig ég veit ekki hvort ég rændi búðina eða hvort hún var að fokka í mér eða hvort ég mátti í alvöru að taka það. Allavega, ég fékk rauðan varalit og dagkrem, ekki slæmt.“

Fylgjendur Sunnevu höfðu gaman af þessu og óskuðu eftir fleiri svona myndböndum frá ferðinni.

Sjáðu myndbandið hér að neðan.

@sunnevaeinarslets us know ef þið viljið fleirri vlogs úr ferðinni♬ original sound – Sunneva Einars

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“