fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Komst að framhjáhaldi kærastans örfáum sekúndum áður en hann bað hennar

Fókus
Miðvikudaginn 6. desember 2023 10:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk kona segir frá því þegar hún komst að því að kærasti hennar til tveggja ára hafi verið henni ótrúr allt sambandið, ekki nóg með það komst hún að því örfáum sekúndum áður en hann fór á skeljarnar og bað hennar fyrir framan fjölda fólks.

Tiffany Maldonado, 42 ára, segir að hún hafi verið ástfangin upp fyrir haus.  „Ég var svo ástfanginn af honum, ég gerði allt sem hann vildi […] Á þessum tíma höfðum við verið saman í tvö ár. Það að hann hafi beðið mín kom mér á óvart, því þó ég hafi verið ótrúlega ástfangin af honum þá fannst mér við ekki tilbúin. En einn daginn kom hann mér á óvart og fór með mig í skemmtigarð í Orlando,“ segir hún.

„Þar ákvað hann að skrá sig í einhverja keppni og þegar hann var að fara að byrja að keppa rétti hann mér símann sinn og sagði: „Elskan, ertu til í að taka þetta upp. Mig langar að þú sjáir allt sem gerist.“ Ég var bara: „Ooo, þetta er svo sætt, en gaman.“

Keppnin byrjaði og það voru fjórir viðburðir, hann endaði með að vinna allt. En ekki gleyma því að ég var að taka upp og ég var að taka upp á hans síma eins og hann hafði beðið um. Þarna stóð ég, haldandi á símanum hans að taka upp, spennt og stolt af mínum manni. Síðan byrjuðu ný skilaboð að poppa upp á skjánum hans.“

Henni varð fljótlega ljóst að þetta voru skilaboð frá hjásvæfu kærasta hennar.

„Hún var pirruð, mjög pirruð. Ætli hann hafi ekki sent henni þennan morgun: „Hey, þetta er búið á milli okkar því ég ætla að trúlofa mig í dag.“ Og hún varð brjáluð, þó hún hafi sjálf verið gift á þessum tíma,“ segir Tiffany.

„Ég var miður mín og langaði að æla. Ég sat þarna innan um allt þetta fólk, reyndi að halda ró minni og halda traustri hendi um símann þar sem ég var enn að taka upp, á þessum tímapunkti var hann var kominn á skeljarnar og var að tilkynna öllum það, það voru mörg hundruð ef ekki þúsundir manns þarna. En ég var búin að komast að sannleikanum og á meðan þessu öllu stóð var ég að horfa á öll þessi skilaboð poppa upp á skjánum.“

Þar sem þau voru á einskonar leikvangi í skemmtigarðinum var kærastinn kominn í mynd á stórum skjá, á öðru hnénu að biðja hana um að giftast sér. Tiffany segir að hún hafi bara brosað og þau hafi hist baksviðs, þar hafi hann aftur farið á skeljarnar en hún hafi þá beðið hann um að koma með sér á veitingastað nálægt. Þar sagði hún honum hvað hún hafi séð í símanum hans.

„Hann vissi að það væri búið að koma upp um hann og næsta hálftímann sagði hann mér allt sem hann hélt að ég vildi heyra en ég var bara dofin,“ segir hún.

„Eina sem ég gat sagt á þessum tímapunkti var: „Elskan mín, þessi tveggja karata hringur er ekki nóg.““

Tiffany hætti ekki með honum heldur reyndu þau að láta sambandið virka. „Ég var búin að leggja svo mikið í þetta samband og það var svo erfitt að slíta því strax. Ég er mennsk og reyndi að láta þetta virka,“ segir hún og bætir við að það hafi liðið um tveir til þrír mánuðir þar til sambandinu lauk alveg.

„Og það tók mig um tvö ár og um 1,4 milljónir króna í sálfræðimeðferð til að jafna mig á þessu.“

@tiffanylyynn Cheating Fiance Story time. What would you have done?! #cheater #cheatingboyfriend #cheatingfiance #datingstorytime #datingnightmares #datinglife #datingover40 #datingover40ishard #datinginyour30s #datingover30 #datingover40 @Tiffany Lyn ♬ original sound – Tiffany Lyn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“
Fókus
Í gær

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn