fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Meghan sögð hafa talið sig eiga meiri rétt en Katrín á að láta í sér heyra

Fókus
Þriðjudaginn 5. desember 2023 13:30

Katrín prinsessa af Wales og Meghan hertogaynja af Sussex. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildarmanni, sem sagður er þekkja til bresku konungsfjölskyldunnar, var Meghan Markle ósátt við að henni hafi verið skipað skör lægra í fjölskyldunni en svilkonu hennar Katrínu og eiginmanni hennar Vilhjálmi prins af Wales. Er Meghan sögð hafa talið að hún ætti þetta ekki skilið í ljósi þess að hún hefði skapað sér sinn eigin starfsferil áður en hún varð hluti af konungsfjölskyldunni.

Mirror greinir frá þessu í dag og segir heinildarmanninn halda því fram að Meghan hefði talið sig eiga meiri rétt en Katrín á að láta í sér heyra.

Meghan starfaði sem leikkona áður en hún giftist Harry yngri bróður Vilhjálms.

Í bresku konungsfjölskyldunni er það skýrt að handhafi krúnunnar er höfuð fjölskyldunnar og næstur honum kemur erfingi krúnunnar og svo koll af kolli.

Meghan er sögð hafa átt afar erfitt með að sætta sig við að hún og Harry væru þrepi neðar en Vilhjálmur og Katrín í tignarröð fjölskyldunnar. Þegar þau fjögur hittust í febrúar 2018 er hún sögð hafa látið þessa skoðun sína í ljós og mun það hafa valdið mikilli spennu á milli svilkvennanna og eiginmanna þeirra.

Meghan er sögð hafa litið svo á að hún hefði átt starfsferil í kvikmynda- og sjónvarpsgeiranum að baki en Katrín hefði í raun ekki átt sinn eigin starfsferil áður en hún giftist Vilhjálmi. Þar af leiðandi hefði Meghan talið sig eiga meiri rétt en Katrín, sem hefði verið gersamlega óþekkt áður en Vilhjálmur kom inn í líf hennar, á að láta sínar skoðanir í ljós. Meghan hafi einnig talið sig geta kennt konungsfjölskyldunni ýmislegt þegar kom að góðgerðarstarfsemi.

Heimildarmaðurinn telur að Meghan hafi átt erfitt með hversu skipulögð og fastmótuð starfsemi konungsfjölskyldunnar var þegar hún varð hluti af henni.

Í umdeildri bók Omid Scobie, Endgame, er því haldið fram að spenna hafi verið á milli Meghan og Katrínar allt frá því þær hittust í fyrsta sinn.

Eyðilagði faðmlag allt?

Meghan sagði frá því í heimldarþáttum um hana og Harry, sem aðgengilegir eru á Netflix, þegar svilkonurnar hittust fyrst þegar Vilhjálmur og Katrín komu að heimsækja þau á þáverandi heimili þeirra í Bretlandi. Meghan segist hafa verið í rifnum gallabuxum og berfætt. Hún sé ekki feimin við að faðma fólk og hafi faðmað Katrínu að sér en hafi ekki gert sér grein fyrir að margir Bretar væru ekki hrifnir af því að faðma fólk, sérstaklega fólk sem þeir hitta í fyrsta skipti.

Meghan segist fljótlega eftir þetta hafa farið að skilja að formlegheitin sem fylgdu konungsfjölskyldunni opinberlega væru líka til staðar bak við luktar dyr. Hún hafi ekki átt von á því.

Miklar vonir voru bundnar við að Katrín og Meghan myndu verða góðar vinkonur og takast á við það í sameiningu að vera giftar inn í frægustu fjölskyldu í heimi. Ólíkir persónuleikar og lífssýn svilkvennanna virðast hins vegar hafa valdið því að þær náðu aldrei saman.

Í áðurnefndri bók Omid Scobie er fullyrt að Katrín muni aldrei treysta Harry aftur. Gott samband var áður milli þeirra en Katrín er sögð ekki geta treyst mági sínum framar eftir öll þau orð sem hann hefur látið falla opinberlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýjar myndir af stórstjörnunni valda miklum áhyggjum

Nýjar myndir af stórstjörnunni valda miklum áhyggjum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bandarísk klámstjarna leigði fræga búbbluhótelið á Íslandi en sá rækilega eftir því

Bandarísk klámstjarna leigði fræga búbbluhótelið á Íslandi en sá rækilega eftir því
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar