fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Laufey tilkynnir Ameríkutúr – Syngur í flottustu tónleikahöllunum

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 5. desember 2023 16:32

Laufey er í dag með 17 milljónir mánaðarlega hlustendur á Spotify.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Djass söngkonan Laufey hefur tilkynnt tónleikaferðalag um Norður Ameríku auk einna tónleika í London í vor. Hún mun syngja í mörgum af frægustu tónleikahöllunum.

Óhætt er að segja að Laufey hafi öðlast heimsfrægð á undraskömmum tíma. Nýja platan hennar Bewitched hefur slegið hlustunarmet í flokki djasstónlistar og á tónlistarveitunni Spotify á hún nú 17 milljónir mánaðarlega hlustendur.

Laufey hefur nú tilkynnt Ameríkutúrinn Bewitched: The Goddess Tour til þess að fylgja plötunni eftir. Hefst hann í borginni Vancouver í Kanada þann 8. apríl næstkomandi og stendur yfir fram á sumar.

Mun Laufey meðal annars koma fram í hinum víðfræga Ryman Auditorium tónleikasal í Nashville í Tennessee. En salurinn er oftast þekktur undir nafninu Grande Ole Opry og er vagga kántrí tónlistar í Bandaríkjunum.

Þá mun hún koma fram í Radio City Music Hall á Manhattan eyju í New Yorkborg sem var eitt sinn stærsta tónleikahús í heimi. Þar hafa margar af stærstu popp og rokkstjörnum heimsins komið fram og salurinn einnig verið notaður undir ýmsa viðburði, svo sem afhendingu Grammy verðlaunanna.

Eftir Ameríkuferðalagið heldur Laufey tónleika í Royal Albert Hall í London þann 16. maí. En það er einn þekktasti tónleika og viðburðastaður borgarinnar.

Þá hefur einnig verið tilkynnt að Laufey komi fram í Los Angeles í Bandaríkjunum þann 7. ágúst, en þar er hún einmitt búsett.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“