fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Fókus

Tom Hanks rifjar upp þegar hann þjónaði Cher á áttunda áratugnum

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 4. desember 2023 15:30

Hanks, Cher og Roberts Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag eru þau bæði stórstjörnur, leikarinn Tom Hanks og söngkonan Cher, en Hanks rifjaði það nýlega upp þegar hann þjónaði Cher fyrir áratugum síðan. Á föstudaginn voru Hanks og Cher gestir í þættinum The Graham Norton Show ásamt leikurunum Juliu Roberts og Timothée Chalamet. 

„Ég hef unnið fyrir Cher. Ég var vaktmaður á Oakland Hilton hótelinu,“ sagði Hanks þegar hann rifjaði upp sögu þegar hann starfaði á hóteli á áttunda áratugnum. Undrandi „Nei!“ heyrðist frá Cher.

„Þú varst með einum af rokkeiginmönnum þínum, og við vorum með töskuna þína. Og svo fékk ég fyrirmæli: „Hey, farðu með töskuna upp í herbergið hennar Cher,“ svo ég gerði það. Ég bankaði á hurðina og lagði hana frá mér og þú komst út og sagðir: „Já, þetta er hún. Takk, krakki. Þannig að ég hef unnið fyrir Cher,“ sagði Hanks og sagði að sig minnti að þessi stuttu samskipti þeirra hafi átt sér stað einhvern tíma árið 1975 eða 1976.

Á þeim tíma var Cher í sambandi við Gregg Allman, söngvara Allman Brothers Band, sem hún giftist í júní 1975.

Í þættinum lofaði Hanks Cher, sem viðurkenndi sjálf í samtalinu að hún væri ekki mikill aðdáandi sjálfrar sín og horfi ekki á sínar eigin kvikmyndir eða hlustar á sína eigin tónlist. „Þú ert að missa af,“ sagði Hanks við hana. „Fullkomin kvikmynd, Mamma Mia! 2. Þegar þú syngur Fernando, fullkomnun!“

Chalamet og Roberts tóku undir hrósið og sögðu Moonstruck og Silkwood uppáhaldsmyndir sínar með Cher. Fór svo að Hanks stakk upp á hópferð í bíó. „Ég held að við ættum öll að fara og horfa á kvikmyndir Cher núna.“

Hanks, Cher og Roberts
Mynd: Instagram

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gúrkusalat Sölku slær í gegn

Gúrkusalat Sölku slær í gegn
Fókus
Í gær

Skilin eftir 21 ár – „Þetta var mjög vel heppnað hjónaband að okkar mati“

Skilin eftir 21 ár – „Þetta var mjög vel heppnað hjónaband að okkar mati“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bjuggu saman í húsvagni í byrjun sambandsins

Bjuggu saman í húsvagni í byrjun sambandsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir þetta eitrað við skrifstofumenningu

Segir þetta eitrað við skrifstofumenningu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stóð við gröf föður síns og spurði hvað hún ætti að gera – Ákvað að elta drauma hans og skráði sig í skóla

Stóð við gröf föður síns og spurði hvað hún ætti að gera – Ákvað að elta drauma hans og skráði sig í skóla
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var kölluð lygari en fær nú að segja sögu sína – Rænt og átti að vera seld til hæstbjóðanda

Var kölluð lygari en fær nú að segja sögu sína – Rænt og átti að vera seld til hæstbjóðanda