Það var fullt út úr dyrum í síðustu viku þegar hjónin Hulda Tölgyes sálfræðingur og Þorstein V. Einarsson kynjafræðingur fögnuðu útgáfu bókarinnar Þriðja vaktin í Plöntunni. Fjölskylda, vinir og fleiri mættu í útgáfuteitið og meðal þekkta einstaklinga voru Eliza Reid forsetafrú, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Þorgerður Einarsdóttir prófessor í kynjafræði.
Þriðja vaktin fjallar um heimilishald og uppeldi sem er eitthvað sem felur í sér ólaunaða og vanmetna vinnu. Körlum hættir til að ofmeta sitt framlag og gera lítið úr álaginu sem fellur oftast á konur. Í bókinni má meðal annars finna aðsendar reynslusögur og alþjóðlegar rannsóknir sem gefa lesendum færi á að sjá hvers vegna réttlát verkaskipting á heimilum er mikilvægt jafnréttismál.
Heiða Helgadóttir fangaði stemninguna á filmu. Fleiri myndir úr útgáfuboðinu má finna hér.