fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Fókus

12 staðreyndir um Ísland sem enginn talar um

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 4. desember 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýlegu myndbandi á YouTube-rásinni Sunday Roast eru teknar saman „12 staðreyndir þess að búa á Íslandi sem enginn talar um.“

1.Allir þekkja alla
Samfélögin utan höfuðborgarsvæðisins eru lítil. Allir vita eitthvað um þig. Það er ekki hægt að fela mistök þín. Enginn hverfur algjörlega úr lífi þínu. Þú rekst á fyrrverandi yfirmann þinn eða fyrrverandi elskhuga ítrekað.

2. Allir líta eins út
Íbúar grípa ýmis trend og tískubylgjur hratt og það út allt land. Það er lítil fjölbreytni í vöruúrvali. Flestar fataverslanir eru í eigu sama fyrirtækis. Á hverju tímabili þá klæða allir sig eins.

3. Verð eru stjarnfræðileg
Ísland er einangrað á jarði heimskautsbaugs, lítið vex þar. Landið flytur inn nær allar matvörur, flestar verslanir eru í eigu Haga og Festi. Costco er eini samkeppnisaðilinn. Ferðamannaiðnaðurinn hefur hækkað verð á hlutum eins og leigu. En þrátt fyrir hátt verð þá eru laun einnig há.

4. Það er erfitt að fara
Þú getur ekki hoppaði í lest eða farið í bíltúr. Þú þarft fyrst að sigla til Skotlands eða Danmerkur. Vinsælla er að bóka flug, flug til Bandaríkjanna og Evrópu eru tíð. En hvert sem þú flýgur þá er það dýrt.

5. Sólin sést sjaldan
Íslendingar gera sem mest úr sólardögum, hitta vini, fara í göngu eða hjólatúr. Ef þeir nota ekki tækifærið finna þeir fyrir sólarskömm.

6. Rusl alls staðar
Aðalferðamannastaðir eru skítugir, ruslatunnur eru fullar, almenningssalerni eru ýmist læst eða of skítug til að nota. Ferðamenn þurfa að míga og skíta utandyra, og skilja annað rusl eftir í leiðinni.

7. Allt er lokað
Allt er oftast lokað, sumir veitingastaðir eru opnir minna en þrjár klukkustundir á dag. Kaffihús opna klukkan níu á morgnana. Skipulagið er það sama, jafnvel á annatímum. Ferðamenn og heimamenn borða á bensínstöðvum.

8. Bensínstöðvar rukka fyrirfram
Þú borgar helmingi meira fyrir að nota sjálfsafgreiðlu. Peningarnir eru teknir af kortinu þínu sem trygging og það getur tekið viku að fella hana niður. Þú þarft að setja inn magnið sem þú ætlar að dæla, endurgreiðslur geta tekið vikur.

9. Íslendingar kunna ekki að keyra
Keyra má með tvo dekk yfir miðlínu, sumir rása yfir línuna þegar þú mætir þeim. Vörubílstjórar keyra hægt á miðjum vegi og fara yfir hámarkshraða á leið niður brekkur. Vegirnir eru ísilagðir meirihluta vetrarins og íslenskir vetur eru langir.

10. Auðvelt að villast
Það eru engin götuskilti eða húsnúmer. Bensínstöðvar eru ekki merktar með merki á þjóðvegum, þær eru fáar og langt á milli þeirra. Þú þarft að treysta á GPS eða kort ef þú ferð í bíltúr.

11. Náttúran reynir að drepa þig
Fallegu svörtu strendurnar eru hættulegar og sterkar öldur draga fólk reglulega á haf út. Vatn á háhitasvæðum er við suðumark en það eru sjaldan girðingar eða göngustígar. Eldfjall gýs á 3-4 ára fresti. Glóandi hraun bræðir jöklana. Einkenni íslenskt veturs er vindurinn, hann er nógu sterkur til að fella fólk um koll og eyðileggja bíla.

12. Erfitt að læra íslensku
Það er erfitt að læra málið, orðin eru mjög löng, enginn utan landsins talar tungumálið og það eru engin þekkt tökuorð.

Margar af þessum staðreyndum eru kunnuglegar og aðrar ekki. Finnst þér þær allar eiga við rök að styðjast?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gúrkusalat Sölku slær í gegn

Gúrkusalat Sölku slær í gegn
Fókus
Í gær

Skilin eftir 21 ár – „Þetta var mjög vel heppnað hjónaband að okkar mati“

Skilin eftir 21 ár – „Þetta var mjög vel heppnað hjónaband að okkar mati“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bjuggu saman í húsvagni í byrjun sambandsins

Bjuggu saman í húsvagni í byrjun sambandsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir þetta eitrað við skrifstofumenningu

Segir þetta eitrað við skrifstofumenningu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stóð við gröf föður síns og spurði hvað hún ætti að gera – Ákvað að elta drauma hans og skráði sig í skóla

Stóð við gröf föður síns og spurði hvað hún ætti að gera – Ákvað að elta drauma hans og skráði sig í skóla
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var kölluð lygari en fær nú að segja sögu sína – Rænt og átti að vera seld til hæstbjóðanda

Var kölluð lygari en fær nú að segja sögu sína – Rænt og átti að vera seld til hæstbjóðanda