fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Laufey langvinsælust Íslendinga á Spotify – Tölurnar tala sínu máli

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 2. desember 2023 17:30

Laufey skilur flesta aðra eftir í rykinu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að söngkonan Laufey sé að slá rækilega í gegn. Í þessum skrifuðu orðum er hún næstum komin með 15 milljónir mánaðarlega hlustendur á streymisveitunni Spotify. Ekki eru nema nokkrir mánuðir síðan talan var 3 milljónir.

Þegar litið er yfir mest spiluðu lög Laufeyjar þá trónir lagið „From the Start“ á toppnum með nærri 180 milljónir spilanir. Tvö önnur lög eru komin yfir 100 milljónir. Greint var frá því að Laufey hefði slegið met í flokki djass yfir flestar spilanir á útgáfudegi plötu, það er 5,7 milljónir, fyrir plötuna „Bewitched“. Fyrra met áttu Lady Gaga og Tony Bennett heitinn, með 1,1 milljón.

Tvö lög nálgast milljarð

Tvær íslenskar hljómsveitir komast eitthvað nálægt Laufey í vinsældum en þær hafa báðar starfað um all langa hríð. Það er að segja rokksveitirnar Kaleo sem hefur 10,2 milljón mánaðarlega hlustendur og Of Monsters and Men með 8,5 milljónir. Aðrir eru langt á eftir.

Þessar tvær hljómsveitir eru hins vegar afar nálægt því að ná að koma lagi í einn milljarð spilana. „Little Talks“ eftir Of Monsters and Men er mest spilaða íslenska lagið með rúmlega 950 milljón spilanir. „Way Down We Go“ með Kaleo er með rúmlega 900 milljónir.

Björk og Sigur Rós langt á eftir

Björk er vafalítið frægasti tónlistarmaður sem komið hefur frá Íslandi. Hún hefur hins vegar aðeins 3,7 milljón hlustendur þegar þetta er skrifað og mest spilaða lagið er „Army of Me“ er „aðeins“ með 65 milljón spilanir. Sigur Rós sigruðu heiminn í kringum aldamótin en hafa nú aðeins 1 milljón hlustendur.

Sigur Rós er með 1 milljón. Mynd/Getty

Klassískir tónlistarmenn hafa verið að gera það gott á undanförnum árum. Sérstaklega Hildur Guðnadóttir, sem hefur hreppt Óskar, Grammy og glás af öðrum verðlaunum á undanförnum árum fyrir kvikmyndatónlist sína. Þessi velgengni endurspeglast ekki til fullnustu á Spotify hins vegar þar sem Hildur er með innan við 500 þúsund hlustendur. Ólafi Arnalds (3,1 milljónir) og Víkingi Heiðari (2,8) er að ganga betur á þeim miðli.

Þungarokkið lítið

Daði Freyr fór með himinskautum í kringum Eurovision keppnir á covid tímum. Lag hans „Think About Things“ hefur fengið 140 milljónir spilana, það lang mesta af hans lögum. Um 900 þúsund hlusta mánaðarlega á Daða. Annar íslenskur popptónlistarmaður, Ásgeir Trausti, er með litlu minna eða tæplega 760 þúsund, raftónlistarsveitin GugGus 275 þúsund og Júníus Meyvant 190 þúsund.

Hildi hefur gengið betur á verðlaunapöllunum en á Spotify. Þar er hún með hálfa milljón tæpa. Mynd/Getty

Íslenskar þungmálmssveitir sem plægt hafa rokkakurinn í Evrópu og víðar á undanförnum árum eru mjög langt frá vinsældum áðurnefndra listamanna. Sólstafir hafa 82 þúsund hlustendur og lagið þeirra „Fjara“ hefur fengið 7 milljónir spilana. Skálmöld hafa 34 þúsund hlustendur og The Vintage Caravan 30 þúsund.

Ísland örmarkaður

Áðurnefnt tónlistarfólk eru allt saman svokallaðir „meikarar“ sem reynt hafa fyrir sér á enskri tungu og erlendri grundu með ágætum árangri. Flestir íslenskir tónlistarmenn láta sér hins vegar heimamarkaðinn nægja. Á tölum Spotify sést að sá markaður er örmarkaður.

Í óformlegri könnun virðist tónlistarkonan Bríet bera höfuð og herðar yfir aðra á heimamarkaði með 126 þúsund mánaðarlega hlustendur.

Hafdís Huld er hins vegar með mjög sérstaka stöðu á Spotify. Hún er aðeins með 45 þúsund hlustendur en mörg lög hennar eru með meira en 4 milljónir spilanir og lagið „Dvel ég í draumahöll“ með meira en 8 milljónir. Þetta þýðir að tiltölulega lítill hópur er að hlusta mjög lengi á vögguvísuplötuna hennar, kannski með mismikilli meðvitund.

Bríet ber höfuð og herðar yfir aðra á heimamarkaði með 126 þúsund. Mynd/Stefán

Friðrik Dór er mjög ofarlega með 82 þúsund, langt á undan bróður sínum Jóni Jónssyni sem hefur 33 þúsund. Þeir eru vitaskuld báðir í sveitinni Ice Guys með 65 þúsnd hlustendur. Félagar þeirra í sveitinni eru Herra Hnetusmjör (66 þúsund) og Aron Can (54).

Pretty Boy Choco, eða Patriik, er með 63 þúsund hlustendur. Litlu minna en kempur eins og Bubbi Morthens (65) og Björgvin Halldórsson (64).

Emmsjé Gauti er með 45 þúsund hlustendur, GDRN 44, Svala Björgvins 36, Jóhanna Guðrún 35, Sálin hans Jóns míns 34, Páll Óskar 31, Valdimar og Una Torfa 24 þúsund.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir