fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Fókus

Mætti skjálfandi í viðtal til Gunnars Inga með rauðvínsbelju – „Ég veit ekki hvernig í andskotanum ég er á lífi“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 9. nóvember 2023 08:00

Viðtal Gunnars Inga við X birtist í morgun.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sorry ég verð að… Annars get ég ekki setið kyrr,“ sagði karlmaður skjálfandi röddu við Gunnar Inga Valgeirsson áður en hann tók vænan slurk úr rauðvínsbelju.

Maðurinn, sem kemur fram nafnlaus og verður hér eftir kallaður X, segir sögu sína í nýjasta þætti af Lífið á biðlista. Gunnar Ingi kom af stað samnefndu átaki fyrir stuttu og er þetta fimmta viðtalið í herferð hans gegn löngum biðlistum í meðferð og afvötnun.

Sjá einnig: Íslensk kona seldi sig til að fjármagna neysluna – „Ég hefði selt ömmu mína“

Gunnar hefur stofnað Facebook-hópinn Lífið á biðlista – Reynslusögur, þar sem bæði fólk með fíknisjúkdóm og aðstandendur geta sagt sögu sína nafnlaust og reynslu þeirra af biðlistum.

Þetta er fimmta viðtalið sem Gunnar Ingi tekur sem hluta af átakinu, Lífið á biðlista.

Drekkur nokkra lítra á dag

X segist ekki hafa hugmynd um hvernig hann sé enn lifandi vegna óhóflegrar áfengisneyslu, hann drekkur nokkra lítra af víni á dag. Hann viðurkennir að hann hafi drukkið tvo lítra áður en viðtalið byrjaði, sem var um hádegi á virkum degi.

Hann byrjaði ungur að finna fyrir kvíða og leitaði sér hjálpar hjá geðlæknum en segir að það eina sem þeir gerðu var að setja hann á geðlyf sem annað hvort juku vanlíðanina eða héldu honum sofandi allan daginn.

„Þeir voru bara að deyfa mig,“ segir hann. „Sofðu bara frekar en að vera svona,“ voru skilaboðin sem honum fannst hann hafa fengið frá fagaðilum.

Allt breyttist þegar hann drakk áfengi í fyrsta skipti, þá loksins hvarf kvíðinn. Hann hafði ekki hugmynd um hvaða áhrif þetta nýja meðal myndi hafa á líf hans.

Hljóp út í ofsakvíðakasti

X segir að hann myndi ekki óska sínum versta óvin að upplifa sekúndu af því sem hann hefur upplifað síðastliðinn mánuð. Hann komst loksins inn á Vog fyrir stuttu eftir níu mánaða bið. En hann var þá í miklu geðrofi og hljóp fljótlega út í ofsakvíðakasti.

X sakar SÁÁ um að taka ekki nógu mikið mark á fólki sem kemur inn sem er mjög andlega veikt. Hann segist hafa hringt í SÁÁ og grátbeðið um að fá að koma aftur. „Ég gerði mistök,“ sagði hann.

Honum var neitað um aðra innlögn strax og fékk stað þess viðtalstíma hjá ráðgjafa eftir þrjár vikur. Hann segist hafa endaði í gistiskýlinu þar sem ungur maður lést í fanginu hans úr ofneyslu.

Reyndi sitt besta

Gunnar Ingi segir að hann hafi reynt að hjálpa X eftir að hafa fengið símtal frá honum. „Ég tók hann inn á heimilið mitt í þrjá daga, gaf honum mat og hreint rúm til að sofa í og reyndi mitt besta til að koma honum inn einhversstaðar, án árangurs,“ segir hann og bætir við að núna sé hann aftur kominn í gistiskýlið.

X segir að í hvert skipti sem hann fer að sofa vonast hann til þess að vakna ekki aftur. Honum líður ekki vel í gistiskýlinu og segir að meirihluti þeirra sem eru þar séu í geðrofi, sprautuneyslu og allir á biðlista. Hann tekur það fram að starfsfólkið á gistiskýlinu sé yndislegasta fólk í heimi en að hans mati ætti enginn að þurfa búa við þetta.

Dreymir um að vera edrú

X segist dreyma um að mæta á tólf spora fund, standa í pontu og segja nafnið sitt og að hann sé búinn að vera edrú í eitt ár. Hann dreymir um að vera til staðar fyrir fjölskyldu og vini, en því miður hafa flestir vinir hans látið lífið. Bara á síðustu fjórum mánuðum hefur hann misst fjóra vini.

Hann segist sjá fram á að þurfa að bíða aftur í níu mánuði eftir að komast aftur inn á Vog. „Ég er ekki viss um hvort ég verði á lífi þá,“ segir hann.

Horfðu á allt viðtalið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Megi 2025 vera stútfullt af hlátri, skemmtilegum stundum og góðu kynlífi“

Vikan á Instagram – „Megi 2025 vera stútfullt af hlátri, skemmtilegum stundum og góðu kynlífi“
Fókus
Í gær

„Ég myndi ekki velja mér lífsþjálfa sem aldrei hefur fengið synjun á kortið“

„Ég myndi ekki velja mér lífsþjálfa sem aldrei hefur fengið synjun á kortið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jakob hraunar yfir skaupið og segir það orðið að „woke-helvíti“

Jakob hraunar yfir skaupið og segir það orðið að „woke-helvíti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eigandi Airbnb-íbúðar í sjokki eftir að hann komst að því hvað fór fram þar

Eigandi Airbnb-íbúðar í sjokki eftir að hann komst að því hvað fór fram þar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prófaði að fylgja mataræði Katrínar hertogaynju

Prófaði að fylgja mataræði Katrínar hertogaynju
Fókus
Fyrir 4 dögum

Janúar áskorun Sunnevu – Segir þetta raunhæfari útgáfu af áskoruninni sem umbreytir fólki

Janúar áskorun Sunnevu – Segir þetta raunhæfari útgáfu af áskoruninni sem umbreytir fólki