fbpx
Þriðjudagur 15.apríl 2025
Fókus

Hellboy berst við Jólaköttinn

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 7. nóvember 2023 21:13

Mörgum útlendingum finnst Jólakötturinn skrýtin persóna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hellboy berst við Jólaköttinn

Ofurhetjan Hellboy ferðast til Íslands í sérstöku vetrarhefti af sögunni vinsælu. Í sögunni berst hann við engan annan en jólaköttinn.

Hellboy, skapaður af Mike Magnolia, er vinsælasta ofurhetja sem útgáfufyrirtækið Dark Horse Comics hefur skapað. En Dark Horse er það eina sem hefur komist nálægt risunum Marvel og DC Comics þegar kemur að gerð vestrænna teiknimyndasagna.

Fyrsta sagan um Hellboy kom út fyrir þrjátíu árum síðan, í marsmánuði árið 1993. Komið hafa út þrjár bíómyndir og var túlkun leikarans Ron Perlman sérstaklega minnisstæð. Einnig hafa komið út tölvuleikir, borðspil um hetjuna frá helvíti.

Hin nýja teiknimyndasaga ber heitið Hellboy: Krampusnacht, með vísun í austurrísku „grýluna“ Krampus, teiknuð af Matt Smith. Í sögunni ferðast Hellboy til Reykjavíkur og kemst á snoðir um hvarf barna. Þetta reynist mega rekja til jólakattarins.

Eins og úr Íslendingasögunum

Í samtali við tölvuleikjamiðilinn IGN segir Smith að það hafi alltaf heillað hann hvað Hellboy er tengdur gömlum þjóðsögnum af ýmsu tagi sem og talandi dýrum.

„Svo er það persóna Hellboy sjálfs, sem er hrjúfur og beinskeyttur eins og bestu persónurnar úr Íslendingasögunum,“ sagði Smith.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Garðar segir að hjartaáfallið árið 2019 hafi ekki dugað til en síðan small eitthvað – „Ástæðan af hverju ég er í bata í dag er þrennt“

Garðar segir að hjartaáfallið árið 2019 hafi ekki dugað til en síðan small eitthvað – „Ástæðan af hverju ég er í bata í dag er þrennt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Sjáðu beinar útsendingar í gegnum tv.garden

Fræðsluskot Óla tölvu: Sjáðu beinar útsendingar í gegnum tv.garden
Fókus
Fyrir 5 dögum

Garðar birtir skjáskot af frægum Íslendingum auglýsa hættulegan leik – „Hræsnarar. Punktur“

Garðar birtir skjáskot af frægum Íslendingum auglýsa hættulegan leik – „Hræsnarar. Punktur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ferðamaður elskar hlut sem margir Íslendingar hata – „Þetta er æðislegt“

Ferðamaður elskar hlut sem margir Íslendingar hata – „Þetta er æðislegt“