fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fókus

Fjölskyldudrama í Hollywood – Pabbi Angelinu Jolie segir hana ljúga

Fókus
Mánudaginn 6. nóvember 2023 12:30

Dennis Quaid, Angelina Jolie og Jon Voight árið 1998. Mynd: Jeff Kravitz/FilmMagic, Inc/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Jon Voight, faðir leikkonunnar Angelina Jolie, hefur birt myndband þar sem hann gagnrýnir harðlega orð sem dóttir hans hefur haft uppi opinberlega um yfirstandandi stríðsástand fyrir botni Miðjarðarhafs.

Leikkonan, sem er orðin 48 ára gömul og er fyrrverandi sendifulltrúi Flóttamannanefndar Sameinuðu þjóðanna, deildi nýlega færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún sakaði Ísrael um að gera vísvitandi sprengjuárásir á börn, konur og fjölskyldur sem skorti mat, lyf og mannúðaraðstoð og brjóta þannig alþjóðalög.

Jon Voight birti myndband á Instagram-síðu sinni þar sem segir þessi orð dóttur sinnar vera lygar. „Ég er afar vonsvikinn með að dóttir mín, eins og margir aðrir, hafi engan skilning á heiðri guðs, sannleika guðs,“ sagði leikarinn.

Samkvæmt myndbandinu er leikarinn aldni er á þeirri skoðun að stríðið snúist um að eyðileggja sögu lands Guðs, landið helga, land Gyðinga. Um sé að ræða réttlætismál fyrir börn Guðs í landinu helga. Ísraelski herinn verði að vernda landið og þjóðina. Þetta sé stríð sem verði ekki það sem vinstri menn haldi. Það geti ekki verið kurteislegt.

Þá segir leikarinn að Ísrael hafi orðið fyrir villimannslegri árás á saklaus ungabörn, mæður, feður, afa og ömmur. Hann segir fólk sem kalli Ísrael vandamálið sé fífl sem ætti að spyrja Guð hvort það sé meðvitað um sannleikann eða hvort verið sé að ljúga að því. Hann segir Palestínumenn ekki hafa skort fjármagn. „Villidýrin“ sem hafi gert árásina hafi ekki deilt þessu fjármagni með þjóð sinni heldur búið til vopn í staðinn. Hann segir ísraelsku þjóðina þykja vænt um fólk. Slíkt skilji „villidýrin“ ekki.

Angelina Jolie hefur birt nokkrar færslur þar sem hún gagnrýnir Ísrael. Í einni þeirra segir hún árás Hamas á Ísrael sem framin var 7. október ekki réttlæta sprengjuárásir á almenna borgara sem geti hvergi flúið. Hún sagði Gaza vera að breytast í fjöldagröf og heimurinn horfi á Palestínumenn hljóta sameiginlega refsingu.

Samband Jon og Angelinu hefur verið stirt í gegnum árin og töluðust þau meðal annars ekki við í sjö ár í byrjun aldarinnar. Hvaða áhrif þessi reiðilestur mun hafa á sambandið skal ósagt látið.

Það var Mirror sem greindi frá.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna Svava ljóstrar upp hvar hún fékk kjólinn sem vakti svona mikla athygli – „Ég er heltekin af þessu dressi“

Anna Svava ljóstrar upp hvar hún fékk kjólinn sem vakti svona mikla athygli – „Ég er heltekin af þessu dressi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Enginn mistilteinn en djúsí koss við jólatréð“

Vikan á Instagram – „Enginn mistilteinn en djúsí koss við jólatréð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þráði stærri brjóst og lagði fermingarpeningana til hliðar fyrir stækkun – Lét taka púðana 9 árum seinna og útskýrir af hverju

Þráði stærri brjóst og lagði fermingarpeningana til hliðar fyrir stækkun – Lét taka púðana 9 árum seinna og útskýrir af hverju
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta pöntuðu Íslendingar sér á Wolt á árinu – Dýrasta pöntunin kostaði 136 þúsund

Þetta pöntuðu Íslendingar sér á Wolt á árinu – Dýrasta pöntunin kostaði 136 þúsund
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kolbrún syrgir bróður sinn

Kolbrún syrgir bróður sinn