Meðleikari Matthew Perry hefur gefið það upp að leikarinn vinsæli lét skrifar burt atriði úr sjónvarpsþáttunum vinsælu Friends. Í þeim þætti átti Chandler Bing, leikinn af Perry, og eiginkona hans, Monica, leikin af Courteney Cox, að eiga í hjónabandserfiðleikum eftir framhjáhald Chandlers. En Perry kvartaði undan atriðinu við handritshöfunda þáttanna.
Matthew Perry fannst látinn í heitum potti á heimili sínu í Los Angeles laugardaginn 28. Október og er andlát hans vinum hans, samstarfsfólki og aðdáendum um heim allan harmdauði.
Sjá einnig: Dánarorsök Matthew Perry -Veröldin syrgir vin
Leikkonan Lisa Cash, sem var aukaleikkona í þáttunum, hefur nú gefið það upp að í þættinum The One in Vegas: Part 1, stóð til að láta Chandler halda framhjá Monicu. Cash var ráðin til að leika hótelstarfsmann sem fer með pöntun á herbergi Chandlers eftir hávaðarifrildi hans og Monicu.
Í samtali við TMZ segir Cash: „Senan var þannig að Chandler og Monica voru að rífast í Vegas eftir að Monica fékk sér hádegismat með fyrrum kærasta sínum, Richard, og í handritinu þá fer Chandler upp á herbergið sitt, pantar sér mat á herbergið og ég fer upp með sem hann sem hótelstarfsmaðurinn. Við förum síðan að spjalla, hlæja og mynda tengsl sem endar með að Chandler heldur framhjá Monicu með hótelstarfsmanninum sem ég lék.“
Perry leið hins vegar ekki vel með þetta atriði og fór til handritshöfundanna og bað um að atriðinu yrði breytt.
„Við vorum búin að æfa atriðið og daginn áður en átti að taka það upp fyrir framan áhorfendur, var mér sagt að Perry hefði farið til handritshöfundanna og sagt þeim að aðdáendur myndu aldrei fyrirgefa Chandler fyrir að halda framhjá Monicu. Hann hafði örugglega rétt fyrir sér. Þetta atriði hefði alveg breytt stefnu þáttanna.“
Framhjáhaldssenurnar voru því teknar úr handritinu og hlutverk Cash sömuleiðis. Hún fékk þó annað tækifæri, sem flugfreyja í annarri senu ásamt Ross og Rachel.
Auk þess að hrósa Perry fyrir ákvörðun hans að láta framhjáhaldssenurnar fara út segir Cash að hann hafi tekið vel á móti henni og henni liðið vel á tökustað með honum.