fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Maður með forljóta Facebook-prófílmynd vildi bjóða Kristínu á rúntinn – „Ég var bara „Hversu miðaldra töffari er þetta?“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 5. nóvember 2023 22:00

Kristín Snorradóttir Mynd: Úr einkasafni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástríða Kristínar Snorradóttur, markþjálfa með meiru, felst í að hjálpa fólki. Hún segist nokkrum sinnum hafa reynt að breyta um starfsvettvang, en alltaf fundið að ástríðan brennur fyrir að byggja upp fólk sem orðið hefur fyrir áföllum í lífi sínu. Sjálf hefur Kristín fengið sinn skerf af áföllum eða verkefni eins og hún kallar þau sjálf. Hún missti eiginmann sinn haustið 2021, en hann glímdi við krabbamein í 26 ár. Kristín barðist síðan gegn ástinni sem hún fann níu mánuðum seinna, en eftir að hafa leyft sér að elska og vera elskuð, bankaði næsta verkefni upp á, unnustinn er með ristilkrabbamein á fjórða stigi. 

Þetta er brot úr helgarviðtali DV við Kristínu, lestu viðtalið í heild sinni hér: Kristín missti eiginmanninn eftir 26 ára krabbameinsbaráttu – Unnustinn nú með 4. stigs mein – „Lífið er þessi skóli með plúsum og mínusum“

Mótorhjólamaður með forljóta Facebookmynd

Í sorgarferlinu og hringferðinni um landið kviknaði gamall draumur hjá Kristínu, í gamla daga átti hún mótorhjól og langaði hana að fara aftur einn rúnt á slíku og var búin að segja nokkrum vinkonum sínum frá þessari löngun sinni.

„Ég var í fyrsta sinn á ævinni ein á ferð um landið og ákvað að ég ætlaði að njóta, upplifa og gera eitthvað úr þessari vinnuferð. Ég fór á netið og bókaði gistingu á stöðum sem ég hafði aldrei farið á áður, svo var ég að keyra norður og hlusta á Fiu, sem er svona spiritual söngkona, jógísk tónlist. Þegar ég keyrði Öxnadalinn skipti ég yfir á útvarpið, og þá kom lag David Bowie, Starman. Baldvin var mikill aðdáandi Bowie og ég átti þarna stund með laginu og upplifði að Baldvin væri hreinlega að koma og minna mig á að ég eigi að njóta lífsins og við munum hittast seinna, þannig að ég fékk svona lokun sem ég kann ekki að útskýra betur. Ég leyfði tárunum að renna, fullviss um að Baldvin væri á góðum stað og ég mætti halda áfram með lífið.“

Mætt á Akureyri fékk Kristín símtal frá vinkonu sinni sem sagðist vera búin að redda mótórhjólarúntinum, maður sem byggi á Akureyri var tilbúinn til að fara með Kristínu. Kristín sagði það alls ekki henta sér, hún væri á leið austur og ekki með galla, en vinkonan sagðist búin að redda gallanum. „Sorrí þetta gengur ekki upp svona, ég þarf meiri fyrirvara.“ Vinkonan sagði manninn kláran í rúntinn viku síðar og bjó til spjall á Facebook með Kristínu og mótorhjólamanninum. 

„Svo heyri ég bara þegar ég er að keyra Möðrudal endalaust ding í símanum, sem pirraði mig, þar sem ég var að njóta mín ein að hlusta á Fiu,“ segir Kristín sem mætt í Möðrudal sá að vinkonan og mótorhjólamaðurinn voru búin að skipuleggja allt hvað varðaði rúntinn.

„Þá fóru að renna tvær grímur á hana Stínu, alein í Möðrudal, ætlaði ég að fara að treysta bara einhverjum Pétri og Páli fyrir lífi mínu aftan á mótorhjóli. Baldvin var 100% hjólamaður, hjólalögga í 30 ár, þannig ég var alveg örugg þar. Svo var bara einhver dúddi, með ömurlega Facebook-mynd í þokkabót að bjóða mér á rúntinn, hann var með hanakamb, fullt af tattúum, ber að ofan. Ég var bara: Hversu miðaldra töffari er þetta?“ segir Kristín og skellihlær við að rifja þetta upp. 

„Síminn hélt áfram að klingja og ég var nýbýin að skrá mig sem ekkju á Facebook og það var einhver annar maður sem byrjaði að tala við mig og ég hélt þetta væri lögreglumaður. Hann var rosalega furðulegur,“ segir Kristín sem segir son sinn hafa bent henni á einfalda staðreynd. „Vertu ekki svona vitlaus mamma, þetta er bara maður að reyna við þig.“ Er það bara löglegt að reyna við ekkjur í gegnum Facebook!“ segir Kristín.

„Ég sagði við soninn að ég væri ekki að fara á Tinder eða svoleiðis drasl, ef ég get ekki kynnst fólki á gamla mátann þá bara kynnist ég engum. Fyrir utan það hafði ég engan áhuga á karlmönnum og var ekkert að spá í slíku,“ segir Kristín.

Forsjónin hélt hins vegar áfram að raða upp tilvikum fyrir hjólarúntinn.  Komin í Skriðdal gisti Kristín hjá vinahjónum og morguninn eftir spáði konan í bolla fyrir Kristínu. „Það er ekkert í þessum bolla nema það eru kaflaskil.“ Önnur vinkona hennar spáði einnig í Tarotspil fyrir Kristínu. „Já þetta er merkilegt, það er karlmaður í þessum spilum sem er tilfinningalega tengdur þér og það núna.“ Kristín taldi alveg víst að þetta væri sonur hennar sem væri tilfinningatengdur henni, enda ekki á höttunum eftir karlmanni.

Kristín taldi sig hafa leigt hótelherbergi á Móður jörð fyrir austan, en komst að því að um var að ræða 15 fermetra kofa inni í skógi. „Litla villibarnið ég var alveg að elska þetta, ein í litlum kofa í skóginum eins og lítil indíánastelpa og ég í jógablissi, og ég sendi þessum miðaldra mótorhjólamanni vinabeiðni á Facebook til að athuga hvort að væri nú í lagi með hann, miðað við forsíðumyndina þá bara varð ég að athuga málið.“ 

Þau byrjuðu síðan að spjalla og þakkaði Kristín honum mjög formlega fyrir að vilja aðstoða við að láta draum hennar rætast. „Við erum bæði með svartan húmor og það er það sem lífið kennir manni þegar maður þarf að takast á við mörg erfið verkefni að húmorinn kemur manni í gegnum verkefnin. Svo allt í einu hringdi síminn á Facetime og það var hann og ég horfði á þessa ömurlegu forsíðumynd, ein í kofanum í skóginum, og hugsaði að það gæti hver sem er komið og drepið mig. Hann vissi að ég var ein með símann í höndunum og ég svaraði frekar skelfd. Þá sagði helvítis fíflið við mig: „Ég nennti ekki að putta þig lengur.“ Og ég sprakk úr hlátri.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Grátt, svart og hvítt áberandi í endurnýjaðri eign í Reykjavík

Grátt, svart og hvítt áberandi í endurnýjaðri eign í Reykjavík