fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Íslandsvinirnir og dauðarokkararnir Cannibal Corpse gefa út litabók

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 4. nóvember 2023 14:00

George Corpsegrinder og félagar eru stoltir af verkinu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslandsvinirnir í dauðarokkssveitinni Cannibal Corpse eru að gefa út litabók. Bókin verður gefin út í byrjun desember og því tilvalin jólagjöf fyrir flösuþeytara.

Cannibal Corpse eru bandarísk hljómsveit, stofnuð árið 1988. Sveitin er almennt talin ein stærsta, ef ekki stærsta, dauðarokkssveit sögunnar. Íslendingar þekkja sveitina vel enda kom hún hingað árið 2007 og hélt tvenna tónleika á NASA við Austurvöll við góðan orðstír.

Sveitin er þekkt fyrir litríkt myndmál og lagatexta, laga á borð við „A Skull Full of Maggots“, „Meat Hook Sodomy“, „Addicted to Vaginal Skin“ og „Necropedophile“.

Það er breska útgáfufyrirtækið Rock ´n Roll Colouring sem mun taka að sér að gefa út bókina. Listamaðurinn sem stendur að bakið myndunum heitir Vince Locke og eru myndirnar meðal annars byggðar á plötuumslögum hans fyrir „Tomb of the Mutilated“, „Butchered at Birth“, „Eaten Back to Life“ og fleiri plata sem Cannibal Corpse hafa gefið út á löngum ferli.

Þurfið mikið af rauðum lit

„Þegar ég var að velja myndir fyrir bókina kom það mér á óvart hversu mikið af efni var til á þrjátíu ára samstarfi. Það er sjaldgæft að sjá þetta allt saman á einum stað. Sumar myndirnar varð ég að hafa með, mínar uppáhaldsmyndir og uppáhald hljómsveitarinnar, en sumar voru valdar af því að þær henta einstaklega vel til að lita inn í,“ sagði Locke í tilkynningu. „Ég er alltaf að leika mér og prófa nýja tækni. Ég vona að þið gerið það sama með þessari litabók.“

Sjá einnig:

Gítarleikari Cannibal Corpse réðst á lögreglumann með hnífi

Hægt er að nota vaxliti, vatnsliti og tréliti til að lita inn í bókina.

„Þið munið ábyggilega þurfa mikið af rauðum, en verið frumleg og gerið þetta eins og þið viljið,“ sagði Locke.

Hljómsveitarmeðlimirnir eru ánægðir með verkið. „Þetta er frábær leið fyrir aðdáendur Cannibal Coprse að njóta hinnar frábæru listar Vincent Locke,“ sagði bassaleikarinn Alex Webster.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið

Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“