Nýlega var haldið útgáfuboð í húsnæði Sjávarklasans við Grandagarð í tilefni útgáfu bókarinnar HEIMTIR ÚR HELJU. RÆTT VIÐ 12 SKIPBROTSMENN. Svava Jónsdóttir blaðamaður tók viðtöl við 12 skipbrotsmenn um sjóslysin og þær andlegu áskoranir sem tóku við í kjölfarið en sjóslysin hafa haft mikil áhrif á mennina. Hluti viðmælendanna í bókinni mætti auk annarra gesta. Þá spilaði Ástvaldur Traustason harmonikkuleikari sjómannalög.
(Myndir: Helgi Jónsson og fleiri.)
Hluti skipbrotsmannanna. Jón Snæbjörnsson, sem var á Suðurlandi, Örlygur Rúdólf Guðnason, sem var á Andra, Júlíus Viðar Guðnason, sem var á Suðurlandi, Hjalti Ástþór Sigurðsson, sem var á Unu í Garði, Þorsteinn K. Ingimarsson, sem var á Bjarma, Gunnar Scheving Thorsteinsson, sem var á Tungufossi, og Gunnar Kristján Oddsteinsson sem var á Ófeigi.Jón Gunnar Kristinsson var á Æsu.Svava Jónsdóttir, höfundur bókarinnar, og Jón Snæbjörnsson.
Hilmar Þór Jónsson, sem var á Bjarma, og Svava Jónsdóttir, höfundur bókarinnar.