Jón Ásgeir Jóhannesson fékk áritað eintak bókarinnar frá Sigmundi Erni. Björn Þorláksson fylgist sposkur með.
Mikið fjölmenni var í útgáfuhófi Sigmundar Ernis Rúnarssonar fyrir bók hans, Í stríði og friði fréttamennskunnar, sem haldið var í Pennanum-Eymundsson í Kringlunni í vikunni.
Í bókinni fer Sigmundur Ernir yfir feril sinn í fjölmiðlum en hann spannar meira en fjóra áratugi. Hann var virkur þátttakandi þegar einkareknir ljósvakamiðlar stigu fyrstu skrefin hér á landi á níunda áratug síðustu aldar og hefur starfað í sjónvarpi í áratugi. Þá hefur Sigmundur Ernir ritstýrt nokkrum miðlum, meðal annars DV og Fréttablaðinu, en hann var ritstjóri blaðsins allt þar til síðasta tölublað þess kom út 31. mars í vor.
Þau voru kunnugleg mörg andlitin í mannfjöldanum sem kom til að fagna útgáfu bókarinnar með Sigmundi Erni, enda þorri gesta þjóðþekkt fjölmiðla-, stjórnmála- og kaupsýslufólk.
DV var að sjálfsögðu á staðnum.
Sigmundur Ernir las valda kafla úr bókinni við miklar og góðar undirtektir viðstaddra.Sigmundur Ernir og Ella, samhent hjón í leik og starfi.Ómar Valdimarsson og Sigurjón Magnús Egilsson eru gamlir samferðamenn Sigmundar Ernis í fjölmiðlun.Hulda Gunnarsdóttir og Kristján Már Unnarsson.Hjónin Hjörleifur Sveinbjörnsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.Páll Magnússon og Edda Andrésdóttir stungu saman nefjum.Guðjón Arngrímsson og Kristján Már Unnarsson.Helena Rós Sturludóttir fréttamaður á Stöð 2 og Bylgjunni og Svava Marín Óskarsdóttir blaðamaður á Vísi unnu báðar undir stjórn Sigmundar Ernis á Fréttablaðinu.Kristján Kristjánsson og Logi Bergmann létu sig ekki vanta.Ari Brynjólfsson, fyrrverandi fréttastjóri á Fréttablaðinu.Gunnar V. Andrésson ljósmyndari og Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður Samfylkingarinnar.Ari Brynjólfsson, Jakob Frímann Magnússon og Guðmundur Árni Stefánsson.Guðni Ágústsson, Kári Jónasson og Páll Magnússon.Karl Garðarsson, fyrrverandi þingmaður og fjölmiðlamaður var á staðnum.Hér má m.a. sjá Björn Þorláksson, fyrrverandi blaðamann á Fréttablaðinu, briddsspilara og rithöfund og Einar Sverrisson, lögmann.