fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fókus

Konunglegur rasisti óvart afhjúpaður í hollenskri útgáfu bókar um bresku konungsfjölskylduna

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 29. nóvember 2023 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðlimur bresku komungsfjölskyldunnar sem lýsti yfir áhyggjum yfir húðlit ófædds sonar Harry bretarprins og Meghan Markle kom óvart út í hollenskri útgáfu nýrrar bókar um konungsfjölskylduna.

Bókaútgáfan Xander Publishers staðfesti í gær að borist hefði beiðni til þeirra frá  Bandaríkjunum um að stöðva sölu á bók Omid Scobie, Endgame: Inside the Royal Family and the Monarchy’s Fight for Survival, í Hollandi. „Ég get ekki tjáð mig um smáatriði,“ segir talsmaður forlagsins við Daily Mail. „Við höfum hins vegar fengið beiðni um að setja hollenska útgáfu bókarinnar á bið, og það er það sem við höfum gert. Við bíðum eftir frekari fyrirmælum. Ég veit ekki hversu lengi við þurfum að bíða.“

Í lokaútgáfu bókarinnar, sem fjallar um ástand breska konungdæmisins eftir dauða Elísabetar II drottningar í september 2022, nefnir Scobie ekki fjölskyldumeðliminn, sem var sagður hafa efast um húðlitinn á Archie prins, vegna meiðyrðalaga. Í afriti af bókinni sem sent var til hollenskra blaðamanna var fjölskyldumeðlimurinn nefndur.

Fjallað er um málið í breskum miðlum í gær og í dag og kemur fram að þeir hollensku blaðamenn sem sáu afrit bókarinnar, segi að nafnið passi við fullyrðingar fyrri konunglegra ævisagna sem komið hafa út frá því ummælin voru látin falla.

Viðtal við Oprah vakti mikla athygli

Í viðtali við Oprah Winfrey í mars 2021 fullyrtu Harry og Markle að fjölskyldumeðlimur hans hefði velt því fyrir sér upphátt „hversu dökk“ húð sonar þeirra Archie yrði þegar hann fæddist í maí 2019. Fjölmargir brugðust hart við þessum fréttum og sögðu ummælin rasísk.

Meghan sagði einnig frá því að henni hafi verið sagt að sonur hennar myndi ekki bera konunglega titil eða eiga rétt á öryggisgæslu. Oprah spurði hvort Markle héldi að ástæðan væri kynþáttur Archie og svaraði Markle að hún hefði átt nokkur samtöl um ófæddan son hennar.

„Um það hversu dökkt barnið þitt verður? spurði Oprah, greinilega undrandi og hneyksluð.

„Mögulega og hvað það myndi þýða, eða hvernig barnið myndi líta út,“ svaraði Markle.

Harry viðurkenndi að samtölin um son sinn hefðu verið óþægileg og og að hann væri hneykslaður, en hann hefði hins vegar heitið því að nefna viðkomandi ættingja ekki á hann. 

Í öðru viðtali í janúar 2023 tók hann skýrt fram að þau hjónin hefðu aldrei kallað fjölskyldu hans rasista. „Það er munur á kynþáttafordómum og ómeðvitaðri hlutdrægni,“ sagði hann.

Hjónin sem sögðu sig frá konunglegum skyldum árið 2020 hafa aldrei gefið upp opinberlega hver lét þessi ummæli falla á sínum tíma, en Harry neitaði síðar aðspurður að það hefðu verið afi hans eða amma, Elísabet drottning og Filippus prins.

Í bók Scobie kemur fram að í einkabréfaskiptum Markle og Karl bretakonungs frá því í maí 2021, hefði hún nefnt tvær manneskjur sem talað hefðu við hana um húðlit sonar hennar. Í fyrri ævisögum um konungsfjölskylduna var því haldið fram að Karl og eiginkona hans, Camilla drottning, hefðu tjáð sig um húðlit Archie og „rautt afróhár“ í sama samtali. PageSix fékk það hins vegar staðfest samkvæmt fjölmörgum heimildum í fyrra að rasistinn væri ekki Camilla.

Eftir stendur því aðeins nafn Karls bretakonungs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna