fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fókus

Ungur maður dó í fanginu hans – „Hann var heima hjá mér í tvo daga, bara grátandi“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 28. nóvember 2023 12:29

Gunnar Ingi Valgeirsson rifjar upp viðtalið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Gunnar Ingi Valgeirsson, þekktur sem Major Pink, var gestur í Fókus, spjallþætti DV, á dögunum.

video
play-sharp-fill

Gunnar Ingi er maðurinn á bak við átakið Lífið á biðlista sem hefur vakið mikla athygli undanfarna mánuði. Átakið er herferð gegn löngum biðlistum í meðferð og afvötnun. Hann hefur tekið viðtöl við sex einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að annað hvort hafa verið á biðlista eða vera á biðlista. Nokkrir aðilar mættu í viðtalið undir áhrifum fíkniefna eða áfengis, einn mætti skjálfandi með rauðvínsbelju og drakk á meðan viðtalinu stóð.

Gunnar Ingi varð sjálfur edrú fyrir tíu mánuðum og segir það að fá virka fíkla í viðtal hafi ekki verið triggerandi, heldur hafi hann fundið til með þeim. Hann var þarna sjálfur fyrir stuttu og skilur hvað þau eru að ganga í gegnum.

„Eins og þessi maður sem kom með rauðvínsbeljuna. Saga hans er rosaleg. Hann fór inn á Vog í geðrofi og kvíðakasti og höndlaði ekki breytinguna. Búinn að vera í mjög harðri neyslu í langan tíma. Hann hljóp út af Vogi og sá eftir því strax. Hann hringdi í SÁÁ í von um að fá að koma aftur, og það var pláss inni á Vogi til að taka við honum aftur. En eina sem hann fékk var: Þú getur fengið ráðgjafaviðtal eftir þrjár vikur. Það er það eina,“ segir Gunnar Ingi.

Sjá einnig: Mætti skjálfandi í viðtal með rauðvínsbelju

„Hann þarf aftur að bíða í níu mánuði til að komast inn. Hann fór í gistiskýlið þar sem ungur drengur lést úr ofneyslu í fanginu hans. Það var engin hjálp. Hann var í áfalli, það var svo erfitt að horfa upp á þetta. Ég þekkti hann aðeins fyrir og tók hann heim til mín. Hann var í virkri neyslu þar en hafði allavega stað til að ná sér aðeins. Hann var heima hjá mér í tvo daga bara grátandi en var samt gífurlega þakklátur að fá einhvern stað til að anda, því eina sem beið hans eftir þetta áfall var að bíða á götunni eftir að komast aftur inn á gistiskýlið þar sem fólk er í virkri neyslu og enginn til að tala við.“

Brotið hér að ofan er hluti af viðtali við Gunnar Inga, smelltu hér til að horfa á þáttinn í heild sinni.

Horfðu á þættina frá Lífið á biðlista á YouTubeTikTok eða Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulda segir viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg og birtir skjáskot – „Nú er ég orðið menntað fífl í hugum þessara manna“

Hulda segir viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg og birtir skjáskot – „Nú er ég orðið menntað fífl í hugum þessara manna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið: Dónalegur brúðkaupsgestur eyðilagði stóra augnablikið

Sjáðu myndbandið: Dónalegur brúðkaupsgestur eyðilagði stóra augnablikið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur gagnrýnir kvenkyns áhrifavalda sem glenna sig í ræktinni

Ragnhildur gagnrýnir kvenkyns áhrifavalda sem glenna sig í ræktinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“
Hide picture